Það sem helst hún varast vann... 24. mars 2005 00:01 Því miður eru kynþáttafordómar útbreiddir á Íslandi og ber að fagna allri umfjöllun um þá. Þennan djöful ber að draga fram alls staðar þar sem hans verður vart. Ég verð mest var við fordómana í hópi ungs fólks, um tvítugsaldurinn. Það segir hins vegar sögu um fullorðna fólkið, foreldrana, kennarana, innviði þess samfélags sem mótaði þetta unga fólk. Að mínu viti þurfum við að taka upp alvöru mannréttindafræðslu í grunnskólanum þar sem við útlistum fyrir ungu fólki rétt hvers og eins til að vera hann sjálfur en ekki dæmdur á grundvelli uppruna, litarháttar, trúarbragða eða neins slíks. Í slíkri fræðslu gætum við t.d. farið í smiðju til Svía. Að undanförnu hefur DV fjallað um kynþáttafordóma í Þorlákshöfn vegna ofbeldismála sem komu upp í tengslum við meinta kynþáttafordóma. Eitt af því sem vantar í íslenska refsilöggjöf er heimild til að taka harðar á ofbeldi ef undirliggjandi ástæða er kynþáttafordómar en það er önnur saga. Þessi umfjöllun DV er þörf. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast. Hins vegar skrikar Bergljótu Davíðsdóttur heldur betur fótur í leiðara DV miðvikudaginn 23ja mars. Þar kemur skýrt í ljós að hún skilur ekki um hvað málið snýst, eða hvað? Í miðri umfjöllun sinni um kynþáttafordóma verður henni á að dæma íbúa heils byggðarlags. Eftir að hafa lýst því að Pólverjar fái ekki frið á götum í Þorlákshöfn segir hún: "það segir meira en nokkur orð um þá sem búa í Þorlákshöfn" og bætir við hróðug "ekki satt?"! Sá sem haldinn er kynþáttafordómum dæmir hópa eftir hegðun einstaklinga. Það er kjarninn. Bergljót Davíðsdóttir á ekki um annað að velja en að biðjast afsökunar. Ég veit um árekstra í Þorlákshöfn milli nýkominna Íslendinga og löngu kominna. Hugsunarhátt sem leiðir til slíks ber að fordæma. Þorlákshafnarbúar eru hins vegar hvorki betri né verri en aðrir Íslendingar. Ef atvikin eru fleiri hér er það trúlega vegna þess að hlutfall nýkominn er óvenju hátt, um 9%, það þriðja hæsta á landinu. Þetta hefur gerst á örfáum árum og hvorki bæjarfélagið eða landsstjórnin hafa gert mikið til þess að auðvelda þá aðlögun sem kemur ekki alltaf að sjálfu sér. Það þarf sem sagt að auka fræðslu um mannréttindi, það þarf að auka íslenskukennslu, það þarf að gera löggjöf sem tekur á misrétti vegna uppruna gegnsærri, það þarf að tryggja réttindi fólks og tryggja það að fólk þekki rétt sinn. Það þarf á allan hátt að styðja þá aðlögun sem nú stendur yfir frá einsleitu samfélagi yfir í margbreytilegt, frá stöðnun til grósku.Við þurfum að læra af mistökum annarra Evrópuþjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því miður eru kynþáttafordómar útbreiddir á Íslandi og ber að fagna allri umfjöllun um þá. Þennan djöful ber að draga fram alls staðar þar sem hans verður vart. Ég verð mest var við fordómana í hópi ungs fólks, um tvítugsaldurinn. Það segir hins vegar sögu um fullorðna fólkið, foreldrana, kennarana, innviði þess samfélags sem mótaði þetta unga fólk. Að mínu viti þurfum við að taka upp alvöru mannréttindafræðslu í grunnskólanum þar sem við útlistum fyrir ungu fólki rétt hvers og eins til að vera hann sjálfur en ekki dæmdur á grundvelli uppruna, litarháttar, trúarbragða eða neins slíks. Í slíkri fræðslu gætum við t.d. farið í smiðju til Svía. Að undanförnu hefur DV fjallað um kynþáttafordóma í Þorlákshöfn vegna ofbeldismála sem komu upp í tengslum við meinta kynþáttafordóma. Eitt af því sem vantar í íslenska refsilöggjöf er heimild til að taka harðar á ofbeldi ef undirliggjandi ástæða er kynþáttafordómar en það er önnur saga. Þessi umfjöllun DV er þörf. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast. Hins vegar skrikar Bergljótu Davíðsdóttur heldur betur fótur í leiðara DV miðvikudaginn 23ja mars. Þar kemur skýrt í ljós að hún skilur ekki um hvað málið snýst, eða hvað? Í miðri umfjöllun sinni um kynþáttafordóma verður henni á að dæma íbúa heils byggðarlags. Eftir að hafa lýst því að Pólverjar fái ekki frið á götum í Þorlákshöfn segir hún: "það segir meira en nokkur orð um þá sem búa í Þorlákshöfn" og bætir við hróðug "ekki satt?"! Sá sem haldinn er kynþáttafordómum dæmir hópa eftir hegðun einstaklinga. Það er kjarninn. Bergljót Davíðsdóttir á ekki um annað að velja en að biðjast afsökunar. Ég veit um árekstra í Þorlákshöfn milli nýkominna Íslendinga og löngu kominna. Hugsunarhátt sem leiðir til slíks ber að fordæma. Þorlákshafnarbúar eru hins vegar hvorki betri né verri en aðrir Íslendingar. Ef atvikin eru fleiri hér er það trúlega vegna þess að hlutfall nýkominn er óvenju hátt, um 9%, það þriðja hæsta á landinu. Þetta hefur gerst á örfáum árum og hvorki bæjarfélagið eða landsstjórnin hafa gert mikið til þess að auðvelda þá aðlögun sem kemur ekki alltaf að sjálfu sér. Það þarf sem sagt að auka fræðslu um mannréttindi, það þarf að auka íslenskukennslu, það þarf að gera löggjöf sem tekur á misrétti vegna uppruna gegnsærri, það þarf að tryggja réttindi fólks og tryggja það að fólk þekki rétt sinn. Það þarf á allan hátt að styðja þá aðlögun sem nú stendur yfir frá einsleitu samfélagi yfir í margbreytilegt, frá stöðnun til grósku.Við þurfum að læra af mistökum annarra Evrópuþjóða.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar