Breytingar hjá Sameinuðu þjóðunum 22. mars 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ Í gær kynnti ég skýrslu mina "Í þágu aukins frelsis" á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Áheyrendur mínir í New York nutu þennan sama dag fyrsta vordagsins og ég vona að þessi skýrsla boði nýtt vor, nýtt upphaf fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar sjálfar. Sumum kemur þessi nafngift á óvart og finnst hún jafnvel hrokafull enda telja þeir Sameinuðu þjóðirnar hluta úreltrar veraldarskipanar og hafi lítið með frelsi að gera. Samt sem áður er hér vísað til inngangsorða Sáttmála Sameinuðu þjóðanna en í upphafsorð þeirra, "Vér hinar Sameinuðu þjóðir", vitnaði ég í titlinum á Þúsaldarskýrslu minni fyrir fimm árum. Ég er ábyrgur gagnvart ríkisstjórnum heims sem hafa stutt mig til þessa starfs. Í báðum tilfellum hef ég viljað minna þær á að þær eru í Sameinuðu þjóðunum ekki sem fulltrúar sjálfs sín heldur þjóða sinna sem ætlast til að þær starfi saman í þágu þeirra markmiða sem lögð eru til grundvallar í sáttmálanum. Þessi markmið eru í stuttu máli friður, mannréttindi, réttlæti og þróun en árið 1945 var það orð mönnum ekki jafn tamt og það er nú. Orðrétt sagði í sáttmálanum: "að stuðla bæri að félagslegum framförum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar". Með þessum fögru orðum vildu stofnendurnir greinilega koma því til skila að þróun gæti aðeins orðið að veruleika ef frelsi ríkti og að þjóðir gætu einungis notið stjórnmálalegs frelsis þegar þær ættu að minnsta kosti einhverja möguleika á því að öðlast mannsæmandi lífskjör. Öryggi og frelsi En "aukið frelsi" getur líka átt við önnur markmið. Maður er einungis sannarlega frjáls þegar hann lifir við öryggi og er frjáls frá styrjöldum og ofbeldi og að grundvallarréttindi og reisn eru tryggð með lögum. Mannréttindi, þróun og öryggi tengjast innbyrðis og þegar allt þetta er til staðar er aukið frelsi. Þessi atriði eru líka hryggjarstykkið í stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna sem ætti að geta haft skírskotun á heimsvísu í dag því þau eru einföld, auðskiljanleg markmið sem skipta venjulegt fólk máli. Hvort heldur sem fólk býr við hryðjuverkaógn í Lundúnum eða New York eða lifir í ótta hungurs, sjúkdóma, uppblásturs og innanlandsófriðar í fátækrahverfum og þorpum Suður-Ameríku og Afríku. Auðvitað geta Sameinuðu þjóðirnar oft ekki staðið við þessi göfugu markmið enda endurspegla þær raunveruleika heimsstjórnmálanna, jafnvel þótt þær reyni að ráða á þeim bót. Stjórnmálafrelsi hefur aukist í heiminum, fyrst fengu Asíu- og Afríkubúar frelsi frá nýlenduherrum og síðar hafa sífellt fleiri þjóðir hrist af sér hlekki einræðiskúgunar og öðlast frelsi til að velja sér eigin stjórnendur. Sigur lýðræðissjónarmiða Fyrir tuttugu árum var nánast óhugsandi fyrir Sameinuðu þjóðirnar að taka afstöðu í deilum lýðræðis og einræðis eða að hlutast til um málefni aðildarríkja. Í dag telja nánast öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna lýðræðisvæðingu ákjósanlega, að minnsta kosti að nafninu til. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar vinna meira en nokkur önnur alþjóðastofnun að því að breiða út og styrkja lýðræði í heiminum. Bara á síðasta ári skipulögðu Sameinuðu þjóðirnar eða studdu við bakið á kosningum í 20 ríkjum, oft á tímamótum eins og í Afganistan, Palestínu, Írak og Búrúndí. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna geta nú samþykkt ef þau vilja auka þessa aðstoð og auka trúverðugleika og skilvirkni alþjóðlegrar mannréttindaverndar. Í skýrslu minni kynnti ég tiltekna leið til að mannréttindi fái sama sess og öryggi og þróun í endurnýjuðum Sameinuðum þjóðum. Sextíu ár friðar og hagvaxtar í iðnríkjunum hafa fært heiminum í fyrsta skipti efnahagslegt og tæknilegt afl til að sigrast á fátækt og fylgifiskum hennar. Og þökk sé, að miklu leyti, röð ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, síðast í Monterrey og Jóhannesarborg 2002, hefur skapast breið samstaða um hvað beri að gera. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna með þau róttæku markmið að helminga örbirgð fyrir árið eru orðin nýfrjálsu fátæku fólki um allan heim leiðarljós. Það er engin afsökun fyrir því lengur að meira en einn milljarður manna búi við hroðalega örbirgð. Allt sem þarf eru skýrar ákvarðanir bæði ríkra og fátækra ríkja. Breytt heimsmynd Fyrir fimm árum virtust friður og öryggi auðleystari vandamál en þróun. Hryðjuverkaárásir og Íraksdeilurnar hafa breytt þessari mynd og enn eru grimmileg átök í mörgum Afríkuríkjum. Kreppur geta falið í sér tækifæri. Þjóðir gera sér oft betur grein fyrir nauðsyn sameiginlegra aðgerða þegar þær standa frammi fyrir ógn. Styrkja þarf sameiginlegar varnir gegn hryðjuverkum, gereyðingarvopnum, skipulagðri glæpastarfsemi, farsóttum, loftslagsbreytingum, hruni ríkja, borgarastríði og þjóðarmorði. Sameinuðu þjóðirnar eru vettvangur þar sem fullvalda ríki geta komið sér saman um áætlanir til að takast á við vandamál á veraldarvísu og tæki til þess að hrinda áætlununum í framkvæmd. Þær geta orðið mun skilvirkara tæki ef æðsta stjórnin, allsherjarþingið, er betur skipulögð og leggur skrifstofu framkvæmdastjórans skýrar línur. Framkvæmdastjórinn þarf að búa við sveigjanleika um framkvæmdina og bera skýra ábyrgð. Fleiri eiga að koma að öryggisráðinu en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur. Ég hef lagt fram tillögur um öll þessi mál og skora á leiðtoga þjóða heims að grípa til skjótra aðgerða á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í september. Þá verður farið að hausta á norðurhveli jarðar. Finni leiðtogarnir til ábyrgðar sinnar, þá mun endurfæðing og endurnýjun Sameinuðu þjóðanna vera innan seilingar og þar með munu vonir glæðast um frjálsari, réttlátari og öruggari heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ Í gær kynnti ég skýrslu mina "Í þágu aukins frelsis" á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Áheyrendur mínir í New York nutu þennan sama dag fyrsta vordagsins og ég vona að þessi skýrsla boði nýtt vor, nýtt upphaf fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar sjálfar. Sumum kemur þessi nafngift á óvart og finnst hún jafnvel hrokafull enda telja þeir Sameinuðu þjóðirnar hluta úreltrar veraldarskipanar og hafi lítið með frelsi að gera. Samt sem áður er hér vísað til inngangsorða Sáttmála Sameinuðu þjóðanna en í upphafsorð þeirra, "Vér hinar Sameinuðu þjóðir", vitnaði ég í titlinum á Þúsaldarskýrslu minni fyrir fimm árum. Ég er ábyrgur gagnvart ríkisstjórnum heims sem hafa stutt mig til þessa starfs. Í báðum tilfellum hef ég viljað minna þær á að þær eru í Sameinuðu þjóðunum ekki sem fulltrúar sjálfs sín heldur þjóða sinna sem ætlast til að þær starfi saman í þágu þeirra markmiða sem lögð eru til grundvallar í sáttmálanum. Þessi markmið eru í stuttu máli friður, mannréttindi, réttlæti og þróun en árið 1945 var það orð mönnum ekki jafn tamt og það er nú. Orðrétt sagði í sáttmálanum: "að stuðla bæri að félagslegum framförum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar". Með þessum fögru orðum vildu stofnendurnir greinilega koma því til skila að þróun gæti aðeins orðið að veruleika ef frelsi ríkti og að þjóðir gætu einungis notið stjórnmálalegs frelsis þegar þær ættu að minnsta kosti einhverja möguleika á því að öðlast mannsæmandi lífskjör. Öryggi og frelsi En "aukið frelsi" getur líka átt við önnur markmið. Maður er einungis sannarlega frjáls þegar hann lifir við öryggi og er frjáls frá styrjöldum og ofbeldi og að grundvallarréttindi og reisn eru tryggð með lögum. Mannréttindi, þróun og öryggi tengjast innbyrðis og þegar allt þetta er til staðar er aukið frelsi. Þessi atriði eru líka hryggjarstykkið í stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna sem ætti að geta haft skírskotun á heimsvísu í dag því þau eru einföld, auðskiljanleg markmið sem skipta venjulegt fólk máli. Hvort heldur sem fólk býr við hryðjuverkaógn í Lundúnum eða New York eða lifir í ótta hungurs, sjúkdóma, uppblásturs og innanlandsófriðar í fátækrahverfum og þorpum Suður-Ameríku og Afríku. Auðvitað geta Sameinuðu þjóðirnar oft ekki staðið við þessi göfugu markmið enda endurspegla þær raunveruleika heimsstjórnmálanna, jafnvel þótt þær reyni að ráða á þeim bót. Stjórnmálafrelsi hefur aukist í heiminum, fyrst fengu Asíu- og Afríkubúar frelsi frá nýlenduherrum og síðar hafa sífellt fleiri þjóðir hrist af sér hlekki einræðiskúgunar og öðlast frelsi til að velja sér eigin stjórnendur. Sigur lýðræðissjónarmiða Fyrir tuttugu árum var nánast óhugsandi fyrir Sameinuðu þjóðirnar að taka afstöðu í deilum lýðræðis og einræðis eða að hlutast til um málefni aðildarríkja. Í dag telja nánast öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna lýðræðisvæðingu ákjósanlega, að minnsta kosti að nafninu til. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar vinna meira en nokkur önnur alþjóðastofnun að því að breiða út og styrkja lýðræði í heiminum. Bara á síðasta ári skipulögðu Sameinuðu þjóðirnar eða studdu við bakið á kosningum í 20 ríkjum, oft á tímamótum eins og í Afganistan, Palestínu, Írak og Búrúndí. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna geta nú samþykkt ef þau vilja auka þessa aðstoð og auka trúverðugleika og skilvirkni alþjóðlegrar mannréttindaverndar. Í skýrslu minni kynnti ég tiltekna leið til að mannréttindi fái sama sess og öryggi og þróun í endurnýjuðum Sameinuðum þjóðum. Sextíu ár friðar og hagvaxtar í iðnríkjunum hafa fært heiminum í fyrsta skipti efnahagslegt og tæknilegt afl til að sigrast á fátækt og fylgifiskum hennar. Og þökk sé, að miklu leyti, röð ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, síðast í Monterrey og Jóhannesarborg 2002, hefur skapast breið samstaða um hvað beri að gera. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna með þau róttæku markmið að helminga örbirgð fyrir árið eru orðin nýfrjálsu fátæku fólki um allan heim leiðarljós. Það er engin afsökun fyrir því lengur að meira en einn milljarður manna búi við hroðalega örbirgð. Allt sem þarf eru skýrar ákvarðanir bæði ríkra og fátækra ríkja. Breytt heimsmynd Fyrir fimm árum virtust friður og öryggi auðleystari vandamál en þróun. Hryðjuverkaárásir og Íraksdeilurnar hafa breytt þessari mynd og enn eru grimmileg átök í mörgum Afríkuríkjum. Kreppur geta falið í sér tækifæri. Þjóðir gera sér oft betur grein fyrir nauðsyn sameiginlegra aðgerða þegar þær standa frammi fyrir ógn. Styrkja þarf sameiginlegar varnir gegn hryðjuverkum, gereyðingarvopnum, skipulagðri glæpastarfsemi, farsóttum, loftslagsbreytingum, hruni ríkja, borgarastríði og þjóðarmorði. Sameinuðu þjóðirnar eru vettvangur þar sem fullvalda ríki geta komið sér saman um áætlanir til að takast á við vandamál á veraldarvísu og tæki til þess að hrinda áætlununum í framkvæmd. Þær geta orðið mun skilvirkara tæki ef æðsta stjórnin, allsherjarþingið, er betur skipulögð og leggur skrifstofu framkvæmdastjórans skýrar línur. Framkvæmdastjórinn þarf að búa við sveigjanleika um framkvæmdina og bera skýra ábyrgð. Fleiri eiga að koma að öryggisráðinu en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur. Ég hef lagt fram tillögur um öll þessi mál og skora á leiðtoga þjóða heims að grípa til skjótra aðgerða á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í september. Þá verður farið að hausta á norðurhveli jarðar. Finni leiðtogarnir til ábyrgðar sinnar, þá mun endurfæðing og endurnýjun Sameinuðu þjóðanna vera innan seilingar og þar með munu vonir glæðast um frjálsari, réttlátari og öruggari heim.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar