Erlent

Bosníu-Serbi til Haag

Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær. Pandurevic sætir ákæru fyrir aðild að þjóðarmorði vegna fjöldamorðsins á um 8.000 Bosníumúslimum í Srebrenica sumarið 1995. Hann er meðal þeirra sem efst eru á lista eftirlýstra meintra stríðsglæpamanna úr Bosníustríðinu. Stjórnvöld í Belgrad hafa sætt miklum þrýstingi að framselja þá menn á þessum lista sem vitað er að dvelja í Serbíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×