Erlent

Páfi messaði ekki á pálmasunnudag

Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði. Páfi kom þó í stutta stund út í glugga á íbúð sinni sem snýr út að Péturstorginu í Róm og blessaði mannfjöldann sem þar var samann kominn með ólífugrein. Kardínálinn Camillo Ruini messaði í stað páfa í dag og líkti hann veikindum páfa við þjáningar Krists á krossinum. Páfi hefur falið kardínálum nánast allar messur og kirkjulegar athafnir um páskana, þar með talda messuna á páskadag, en þó er búist við að hann flytji heiminum blessun sína eins og endranær á páskunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×