Erlent

Hraðlið verði viðbragðsfljótara

Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Nú þegar hefur verið komið á fót alls 1.500 hermanna hraðliði sem ESB getur ráðstafað til slíkra verkefna. Eins og er á að vera hægt að senda það á vettvang, svo sem til að stilla til friðar á átakasvæði, með tíu daga fyrirvara. Þennan frest vilja menn nú stytta niður í fimm daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×