Erlent

Taka Brown fram yfir frumvarp

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra.  Hætt er við að hjartað í Tony Blair hafi misst taktinn þegar leiðarar bresku blaðanna um fjárlagafrumvarp Gordons Browns birtust í gærmorgun. Vissulega er það fjallað um efnislegt innihald frumvarpsins og sýnist sitt hverjum en einkum er rætt um að Brown sé greinilega næsti forsætisráðherra. Greinarhöfundur Times segist til að mynda ekki hafa sé Brown í jafn góðu formi lengi og að það teljist til tíðinda þegar fjármálaráðherra segi brandara við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Ekki fari neitt á milli mála að það hafi verið næsti forsætisráðherra sem þrumaði yfir þingheimi. Í Daily Mail er fjallað um Brown á svipuðum nótum og verður þó seint hægt að segja ritstjórnarstefna þess blaðs hafi verið honum hagstæð fram til þessa. En þar segir engu að síður að Brown hafi tekist að hleypa kappi í flokksmenn og að fjárlögunum hafi verið ætlað að höfða til grasrótarinnar. Forsætisráðherrann virðist nánast gugginn og grár við hlið Browns. Financial Times segir ljóst að Brown verði fljótlega forsætisráðherra, en haft er eftir einum helsta stuðningsmanni Blairs að það gæti þó orðið Brown að falli reyni hann um of og of snemma að komast að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×