Sport

Úrslit úr Uefa keppninni

Nú rétt í þessu var fjórum leikjum í Uefa keppninni í knattspyrnu að ljúka. á Abbe-Deschamps í Frakklandi gerðu Auxerre og Lille markalaust jafntefli, en Auxerre sigraði í fyrri leiknum 1-0 og fer því áfram. Parma lagði Sevilla 1-0 með marki frá Giuseppe Cardone og fer áfram. Þá gerðu Real Zaragoza og Austria Vín 2-2 jafntefli í skrautlegum leik. Austria Vín komst í 0-2 eftir tíu mínútur en eftir hálftíma leik missti þeir mann af velli með rautt spjald og Zaragoza náði að jafna leikinn. Austria Vín fer þó áfram á mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leikurinn fór 1-1. Loks sigraði Sporting enska liðið Middlesbrough með einu marki gegn engu. Alexandre Pedro Barbosa skoraði sigur markið á loka mínútunni. Sporting vann samanlagt 4-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×