Sport

Davíð gerði tvö á einni mínútu

Víkingur úr Reykjavík sigraði rétt í þessu Grindvíkinga í A-deild Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu með þremur mörkum gegn engu, en leikið var í Egilshöll. Eftir bragðdaufan og markalausan fyrri hálfleik fóru hlutirnir að gerast í þeim síðari. Eftir 57 mínútna leik skoraði Davíð Rúnarsson tvö mörk á sömu mínútunni fyrir Víkinga, sem eftir það tóku öll völd á vellinum. Jóhann Guðmundsson gulltryggði síðan sigurinn með marki á loka mínútu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×