Sport

KR vann HK

KR sigraði HK í A-deild Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu nú rétt í þessu með fjórum mörkum gegn einu. KR-ingar gerðu úr um leikinn á fyrsta hálftímanum og spiluðu hreint frábæra knattspyrnu. Rógvi Jakobsen gerði þá tvö mörk og þeir Bjarki Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson sitt markið hvor og staðan orðin 4-0. HK-ingar komu þó sterkir til leiks eftir hlé og Hörður Már Margnússon minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þrátt fyrir ágætan leik og 2-3 mjög fín færi tókst HK ekki að skora annað mark og lokatölur því 4-1. Eftir sigurinn eru KR-ingar efstir í riðli 2 ásamt Keflvíkingum með átta stig eftir fjóra leiki, en HK-ingar sitja í þriðja sætinu með sex stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×