Erlent

Asni handtekinn

Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið. Pacho hafði verið á þvælingi á götunni þegar mótorhjól kom á fleygiferð og ók á hann. Ökumaður bifhjólsins slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Pacho meiddist líka við áreksturinn en þrátt fyrir það hneppti lögreglan hann í varðhald fyrir aðild hans að slysinu. Nelson Gonzales, eigandi asnans, varð að greiða um 250 krónur í lausnargjald fyrir vininn sinn ferfætta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×