Samúðarskeyti 2. mars 2005 00:01 Strætisvagnar Reykjavíkur - Jón Jónsson fyrrverandi vagnstjóri Ég vil byrja þessa grein á að votta starfsmönnum og farþegum strætó innilega samúð mína vegna þeirra hörmulegu mistaka Reykjavíkurborgar að kaupa 30 Renault-strætisvagna. Tóku pólitikusar ekkert mark á sérfræðingum, eða voru kannski engir sérfræðingar spurðir álits? Í að minnsta kosti 37 ár hefur Volvo staðið sig með mikilli prýði í rekstri SVR hvað þægindi, gangöryggi, og hagkvæmni varðar, og það jafnvel þó að keyptar hafi verið Harlem-týpur af Volvo (miðjumótor). En árið 1988 fór verulega að halla undan fæti þegar SVR keypti 20 Scania-vagna. Fram að þeim tíma heyrði það til undantekninga ef vagn varð stopp vegna bilunar (þá helst að Bens stoppaði), en Scania-vagnarnir hafa alla tíð síðan meira og minna hangið aftan í dráttarbíl. Þeir hefðu aldrei átt að standast skráningarskoðun miðað við lög og reglugerðir sem gilda um stýrisbúnað, en voru samt notaðir, og enn eru nokkrir í notkun með alvarlegan stýrisgalla. 1998 eru keyptir 11 Scania-vagnar í viðbót, og eru þeir með gallað miðstöðvarkerfi, þannig að þegar kalt er í veðri, verða vagnstjórarnir að vera mjög vel klæddir við akstur þeirra ef þeir eiga ekki að krókna úr kulda. Og svo nú árið 2005 - hugsið ykkur: Ég sagði árið 2005! Þá eru keyptir 30 Renault-vagnar! Miðað við slæma reynslu fólks af Renault-fólksbílum á ég varla von á að strætisvagn af Renault-gerð standi sig betur. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að jafna þessum vagnakaupum við Ikarus-hneykslið frá 1983. Vagnstjórar sem ekið hafa, og aka enn samskonar Renault-vögnum í Kópavogi og Hafnarfirði segja mér að það sé stökk upp á ca. 40 ár aftur í tímann að fara úr Volvo yfir í Renault. Þá er ótalið það óhagræði að vera með 4 tegundir vagna í rekstri. Hugsið ykkur t. d. Lagerhald á varahlutum og hjólbörðum. Mér er alveg slétt sama þó að strætó hafi fengið 5 - 6 bílum fleira með því að taka Renault-tilboðinu, því ég tel það skili litlu þegar upp er staðið, þegar 5 - 6 bílum fleira verða stopp bilaðir inn á verkstæði. Og talandi um verkstæði, þá hefur verkstæði SVR staðið sig fádæma illa við að halda úti bílum, jafnvel gæðavögnum á borð við Volvo! Hvað skeður þegar þeir verða að takast á við alvörubilanir í bílgörmum sem detta hálfónýtir út af færibandinu? Sem betur fer hefur þetta lélega verkstæði á Kirkjusandi ekki haft vetnisvagnanna þrjá í viðhaldi hjá sér, því ég er hræddur um að þá væri Laugarneshverfið risastór gígur núna! En þessi mistök, að kaupa 30 Renault-vagna eru því miður líklega óafturkræf. Þetta annars ágæta starf sem það var að aka strætisvagni, verður það ekki lengur. Og varla batnar það með nýju leiðakerfi sem væntanlega verður tekið upp í vor. Ég vil að lokum árétta að ofangreint er skrifað af langri reynslu undirritaðs af viðhaldi og akstri strætisvagna hjá SVR.Ég er menntaður bifvélavirki. Ég vann á verkstæði SVR frá 1975-1981, sem vagnstjóri frá 1981-2002, og var öryggisfulltrúi starfsmanna í nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Strætisvagnar Reykjavíkur - Jón Jónsson fyrrverandi vagnstjóri Ég vil byrja þessa grein á að votta starfsmönnum og farþegum strætó innilega samúð mína vegna þeirra hörmulegu mistaka Reykjavíkurborgar að kaupa 30 Renault-strætisvagna. Tóku pólitikusar ekkert mark á sérfræðingum, eða voru kannski engir sérfræðingar spurðir álits? Í að minnsta kosti 37 ár hefur Volvo staðið sig með mikilli prýði í rekstri SVR hvað þægindi, gangöryggi, og hagkvæmni varðar, og það jafnvel þó að keyptar hafi verið Harlem-týpur af Volvo (miðjumótor). En árið 1988 fór verulega að halla undan fæti þegar SVR keypti 20 Scania-vagna. Fram að þeim tíma heyrði það til undantekninga ef vagn varð stopp vegna bilunar (þá helst að Bens stoppaði), en Scania-vagnarnir hafa alla tíð síðan meira og minna hangið aftan í dráttarbíl. Þeir hefðu aldrei átt að standast skráningarskoðun miðað við lög og reglugerðir sem gilda um stýrisbúnað, en voru samt notaðir, og enn eru nokkrir í notkun með alvarlegan stýrisgalla. 1998 eru keyptir 11 Scania-vagnar í viðbót, og eru þeir með gallað miðstöðvarkerfi, þannig að þegar kalt er í veðri, verða vagnstjórarnir að vera mjög vel klæddir við akstur þeirra ef þeir eiga ekki að krókna úr kulda. Og svo nú árið 2005 - hugsið ykkur: Ég sagði árið 2005! Þá eru keyptir 30 Renault-vagnar! Miðað við slæma reynslu fólks af Renault-fólksbílum á ég varla von á að strætisvagn af Renault-gerð standi sig betur. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að jafna þessum vagnakaupum við Ikarus-hneykslið frá 1983. Vagnstjórar sem ekið hafa, og aka enn samskonar Renault-vögnum í Kópavogi og Hafnarfirði segja mér að það sé stökk upp á ca. 40 ár aftur í tímann að fara úr Volvo yfir í Renault. Þá er ótalið það óhagræði að vera með 4 tegundir vagna í rekstri. Hugsið ykkur t. d. Lagerhald á varahlutum og hjólbörðum. Mér er alveg slétt sama þó að strætó hafi fengið 5 - 6 bílum fleira með því að taka Renault-tilboðinu, því ég tel það skili litlu þegar upp er staðið, þegar 5 - 6 bílum fleira verða stopp bilaðir inn á verkstæði. Og talandi um verkstæði, þá hefur verkstæði SVR staðið sig fádæma illa við að halda úti bílum, jafnvel gæðavögnum á borð við Volvo! Hvað skeður þegar þeir verða að takast á við alvörubilanir í bílgörmum sem detta hálfónýtir út af færibandinu? Sem betur fer hefur þetta lélega verkstæði á Kirkjusandi ekki haft vetnisvagnanna þrjá í viðhaldi hjá sér, því ég er hræddur um að þá væri Laugarneshverfið risastór gígur núna! En þessi mistök, að kaupa 30 Renault-vagna eru því miður líklega óafturkræf. Þetta annars ágæta starf sem það var að aka strætisvagni, verður það ekki lengur. Og varla batnar það með nýju leiðakerfi sem væntanlega verður tekið upp í vor. Ég vil að lokum árétta að ofangreint er skrifað af langri reynslu undirritaðs af viðhaldi og akstri strætisvagna hjá SVR.Ég er menntaður bifvélavirki. Ég vann á verkstæði SVR frá 1975-1981, sem vagnstjóri frá 1981-2002, og var öryggisfulltrúi starfsmanna í nokkur ár.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun