Innlent

Fjöltækniskóli Íslands

Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. Skólarnir hafa verið reknir sem ein heild síðan 2003 en haldið nöfnum sínum þar til nú. Nýja nafnið er liður í því að skapa skólanum nýja ímynd. Auk þess hefur tveimur námsbrautum verið bætt við, sjávarútvegssvið og tæknisvið. Fyrir voru skipstjórnarsvið, tæknisvið og endurmenntunarsvið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×