Innlent

Námsmenn líða fyrir gengistap

Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. Lánin eru afgreidd á gengi dagsins sem þau eru borguð út á. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur farið þess á leit við bankastofnanir á Íslandi að námsmenn geti fengið yfirdráttarheimild á gjaldeyrisreikninga svo að hægt verði að verulegu leyti að koma í veg fyrir gengistap af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×