Erlent

ESB vill alþjóðlega rannsókn

Evrópusambandið fer fram á alþjóðlega rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu áður gert. Hariri lést af völdum bílsprengju í Beirút, höfuðborg Líbanons, í síðustu viku. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um ódæðið en hafa hingað til neitað þeim ásökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×