Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum 20. febrúar 2005 00:01 Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira