Innlent

Aðeins búið að veiða helming kvóta

Þrátt fyrir góða loðnuveiði eru loðnuskipin ekki búin að veiða nema um það bil helming af 780 þúsund tonna kvóta á þessari vertíð. Ótíð og fremur dræm veiði upp á síðkastið hefur dregið kraftinn úr veiðunum en sjómenn vonast til að nýjar göngur komi upp á landgrunnið sem hægt verði að veiða. Norsku loðnuveiðiskipin, sem voru að veiðum fyrir austan land, eru farin heim og náðu flest að klára kvóta sína. Þau sem ekki náðu því mega hins vegar ekki veiða við suðurströndina þar sem loðnan er núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×