Innlent

Lenti á húsi í Þykkvabæ

Stór flutningabifreið rann til í hálku og lenti á einbýlishúsi í Þykkvabæ. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni og lenti á gafli hússins sem er notað sem sumarhús. Bifreiðin er föst með framhliðina í einu svefnherbergi hússins. Ökumaðurinn slapp að mestu leyti ómeiddur og húsið var mannlaust þegar óhappið varð. Glerhálka er á veginum og farið að rigna. Húsið og innbú er mikið skemmt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×