Sport

Tilboði Glazer hafnað

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United hafa gefið það út að tilboði bandaríska kaupsýslumannsins Malcolms Glazer í félagið verði ekki tekið. Forráðamenn félagsins hafa ekki mikla trú á því að Glazer hafi í raun og veru fjárhagslegt bolmagn til að kaupa félagið sem er metið á tæpa 100 milljarða íslenskra króna. Glazer hefur áður gert tvær tilraunir til að kaupa félagið en ekki haft erindi sem erfiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×