Innlent

Safna fyrir sneiðmyndatæki

Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað standa þessa dagana fyrir söfnun til að fjármagna kaup á sneiðmyndatæki sem samtökin ætla að gefa sjúkrahúsinu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, segir að svona tæki kosti um 18 milljónir króna og að það bæti möguleika sjúkrahússins til muna til sjúkdómsgreiningar og heilsugæsluþjónustu. Hann segir að nú sé búið að safna um 12 milljónum króna og komi það fé bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sigurður vill hvetja almenning á Austurlandi til að leggja málefninu lið því svona tæki geti sparað Austfirðingum stórfé í ferðakostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×