25-30 milljarðar vegna geðsjúkdóma 10. febrúar 2005 00:01 Kostnaður vestrænna samfélaga vegna geðsjúkdóma nemur um þremur til fjórum prósentum af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Þetta jafngildir því að kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þeirra sé um 25 til 30 milljarðar á ári. Einungis brot af þessu er kostnaður vegna meðferðar eða endurhæfingar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu geðheilbrigðismála á Alþingi í morgun og gerði jafnframt grein fyrir vaxandi fjárveitingum til málaflokksins. Þingmenn gagnrýndu hins vegar vægi lyfja á kostnað annarra úrræða enda kom fram í máli ráðherra að niðurgreiðsla Tryggingastofnunar vegna geðdeyfðarlyfja væri um 600 til 700 milljónir á ári, jafngilti tveimur þriðju af rekstrarkostnaði alls geðsviðs Landspítalans. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ásamt fleiri þingmönnum úr öllum flokkum einhæfa geðheilbrigðisþjónustu, stofnanamenningu og of mikla áherslu á lyfjagjafir en minni á samtalsmeðferðir. Hún benti á að það væri líka þjóðhagslega hagkvæmt að taka til í þessum málaflokki þar sem kostnaður vegna geðsjúkdóma væri 3 til 4 prósent af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Ásta sagði enn fremur að þá væri tekið tillit til kostnaðar vegna meðferðar, minnkaðrar framleiðni og fjarveru frá vinnu auk örorkulífeyris, örorkubóta og minni lífslíkna. Ef þessar tölu væru yfirfærðar á Ísland þýddi það að árlegur kostnaður samfélagsins vegna geðsjúkdóma væri 25 til 30 milljarðar króna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að framlög til sendiráðsins í Berlín væru þrisvar sinnum hærri en framlög til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að ef menn biðu í tuttugu sekúndur á rauðu ljósi vaknaði samstundist krafa um slaufur og mislæg gatnamót. Á þessu væri skilningur hjá ríkisstjórninni. Hins vegar væri ekki skilningur á því þótt mörg hundruð manns biðu mánuðum saman eftir innlögn á geðdeild eða viðtali við geðlækni. Málefni geðsjúkra væru því miður í ólestri þrátt fyrir ýmislegt sem vel hefði verið gert. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Kostnaður vestrænna samfélaga vegna geðsjúkdóma nemur um þremur til fjórum prósentum af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Þetta jafngildir því að kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þeirra sé um 25 til 30 milljarðar á ári. Einungis brot af þessu er kostnaður vegna meðferðar eða endurhæfingar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu geðheilbrigðismála á Alþingi í morgun og gerði jafnframt grein fyrir vaxandi fjárveitingum til málaflokksins. Þingmenn gagnrýndu hins vegar vægi lyfja á kostnað annarra úrræða enda kom fram í máli ráðherra að niðurgreiðsla Tryggingastofnunar vegna geðdeyfðarlyfja væri um 600 til 700 milljónir á ári, jafngilti tveimur þriðju af rekstrarkostnaði alls geðsviðs Landspítalans. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ásamt fleiri þingmönnum úr öllum flokkum einhæfa geðheilbrigðisþjónustu, stofnanamenningu og of mikla áherslu á lyfjagjafir en minni á samtalsmeðferðir. Hún benti á að það væri líka þjóðhagslega hagkvæmt að taka til í þessum málaflokki þar sem kostnaður vegna geðsjúkdóma væri 3 til 4 prósent af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Ásta sagði enn fremur að þá væri tekið tillit til kostnaðar vegna meðferðar, minnkaðrar framleiðni og fjarveru frá vinnu auk örorkulífeyris, örorkubóta og minni lífslíkna. Ef þessar tölu væru yfirfærðar á Ísland þýddi það að árlegur kostnaður samfélagsins vegna geðsjúkdóma væri 25 til 30 milljarðar króna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að framlög til sendiráðsins í Berlín væru þrisvar sinnum hærri en framlög til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að ef menn biðu í tuttugu sekúndur á rauðu ljósi vaknaði samstundist krafa um slaufur og mislæg gatnamót. Á þessu væri skilningur hjá ríkisstjórninni. Hins vegar væri ekki skilningur á því þótt mörg hundruð manns biðu mánuðum saman eftir innlögn á geðdeild eða viðtali við geðlækni. Málefni geðsjúkra væru því miður í ólestri þrátt fyrir ýmislegt sem vel hefði verið gert.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira