Efast um trúverðugleikann 10. febrúar 2005 00:01 "Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
"Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira