Innlent

Tveir hópar á eina neyðarmóttöku

"Þarna virðist vera orðin sú stefnubreyting að ríkisstjórnin muni ekki standa fyrir sérhæfðri imóttöku fyrir þennan hóp," sagði Ágúst Ólafur, sem benti á að árið 2002 hefði ríkisstjórnin samþykkt að leggja fé í að koma á fót sérhæfðri móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis. Síðan hefði þáverandi dómsmálaráðherra gert samkomulag við LSH og tvær milljónir hefðu verið lagðar í verkefnið, sem hingað til hefðu aðeins nýst í lögfræðiaðstoð tveggja kvenna. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, svaraði fyrirspurn hans á Alþingi í gær þess efnis hvort ráðherra hyggðist beita sér fyrir stofnun neyðarmóttöku á Landspítala háskólasjúkrahúsi fyrir þolendur heimilisofbelds. Taldi hann ef til vill ekki ástæðu til að koma á sérhæfðari móttöku á LSH en nú væri þegar fyrir hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×