Vitlaus þjóð? 8. febrúar 2005 00:01 Íraksmálið - Jens Guðmundsson Þjóð Dóra margsaga er vitlaus. Óskaplega vitlaus. Hún á í basli með að svara einföldustu spurningum rétt. Þess í stað svarar hún stundum þvert á hug sinn. Sjálfur utanríkisráðherra Íslands, þokkalega læs og ágætlega skrifandi, Davíð Oddsson, hefur viðurkennt vanmátt sinn gagnvart eftirfarandi spurningu: "Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum?" Ráðherrann er í vandræðum með að svara þessari spurningu. Hann skilur ekki spurninguna. Skilur ekki upp né niður í þessari undarlegu spurningu. Hefur ekki hugmynd um hvað verið er að spyrja um. Hann er ekki einn um það. Íslenska þjóðin skilur spurninguna ekki heldur. Það hefur dómsmálaráðherrann, Brellu-Björn, vottað. Björn óttast að í spurningunni felist brella. Hann er reyndar ekki búinn að átta sig á hver brellan nákvæmlega er. Um hvaða lista var spurt? Björn hefur eftir ónefndum embættismanni Brúsks forseta að listi stríðsviljugra hafi gufað upp einhverntíma eftir 28. júní 2004. Enginn veit hvenær. Kannski fyrir viku. Kannski fyrir hálfu ári. Áður var Björn búinn að finna út að listinn var aldrei listi heldur fréttatilkynning. Það er því öllu heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Skv. nafnlausu heimild brellumeistarans hefur nafnaskrá fjölþjóðahers í Írak leyst fréttatilkynninguna af hólmi. Björn tekur fram að ENGUM þyki NEITT dularfullt við að heimildarmaðurinn pottþétti sé nafnlaus. Þetta er rétt hjá Birni. Og skiljanlegt að heimildarmaðurinn sé nafnlaus. Upplýsingar hans stangast á við heimasíðu Hvíta hússins. Þar er nefnilega listinn sem aldrei var listi heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Að vísu ekki alveg sami listi og upphaflega. Nafn Kosta Ríka vantar á listann. Er að furða þó brellumeistarinn sé tortrygginn? Ef rétt niðurstaða á að fást um viðhorf hinnar vitlausu íslensku þjóðar til Íraks þarf spurningin að vera eftirfarandi: "Vilt þú að Saddam Hussein verði aftur forseti Íraks og að engin uppbygging fari fram í Írak eftir að vel heppnuð innrás Bandaríkjanna, Bretlands og Íslands hefur skilið eftir sig hundruð þúsunda dauðra, særðra og örkumla Íraka, gert fjölda íraskra barna munaðarlausan; og að Saddam fái að draga gereyðingarvopn sín úr felum og ógna allri heimsbyggðinni til viðbótar því að brjóta mannréttindi heima fyrir, jafnvel pynta fanga og drepa fólk?" Þessari spurningu getur meira að segja utanríkisráðherrann svarað án þess að lenda í teljandi vandræðum. Ekki viljum við að okkar ástsæli utanríkisráðherra sé í vandræðum. Nóg eru vandræðin samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Íraksmálið - Jens Guðmundsson Þjóð Dóra margsaga er vitlaus. Óskaplega vitlaus. Hún á í basli með að svara einföldustu spurningum rétt. Þess í stað svarar hún stundum þvert á hug sinn. Sjálfur utanríkisráðherra Íslands, þokkalega læs og ágætlega skrifandi, Davíð Oddsson, hefur viðurkennt vanmátt sinn gagnvart eftirfarandi spurningu: "Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum?" Ráðherrann er í vandræðum með að svara þessari spurningu. Hann skilur ekki spurninguna. Skilur ekki upp né niður í þessari undarlegu spurningu. Hefur ekki hugmynd um hvað verið er að spyrja um. Hann er ekki einn um það. Íslenska þjóðin skilur spurninguna ekki heldur. Það hefur dómsmálaráðherrann, Brellu-Björn, vottað. Björn óttast að í spurningunni felist brella. Hann er reyndar ekki búinn að átta sig á hver brellan nákvæmlega er. Um hvaða lista var spurt? Björn hefur eftir ónefndum embættismanni Brúsks forseta að listi stríðsviljugra hafi gufað upp einhverntíma eftir 28. júní 2004. Enginn veit hvenær. Kannski fyrir viku. Kannski fyrir hálfu ári. Áður var Björn búinn að finna út að listinn var aldrei listi heldur fréttatilkynning. Það er því öllu heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Skv. nafnlausu heimild brellumeistarans hefur nafnaskrá fjölþjóðahers í Írak leyst fréttatilkynninguna af hólmi. Björn tekur fram að ENGUM þyki NEITT dularfullt við að heimildarmaðurinn pottþétti sé nafnlaus. Þetta er rétt hjá Birni. Og skiljanlegt að heimildarmaðurinn sé nafnlaus. Upplýsingar hans stangast á við heimasíðu Hvíta hússins. Þar er nefnilega listinn sem aldrei var listi heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Að vísu ekki alveg sami listi og upphaflega. Nafn Kosta Ríka vantar á listann. Er að furða þó brellumeistarinn sé tortrygginn? Ef rétt niðurstaða á að fást um viðhorf hinnar vitlausu íslensku þjóðar til Íraks þarf spurningin að vera eftirfarandi: "Vilt þú að Saddam Hussein verði aftur forseti Íraks og að engin uppbygging fari fram í Írak eftir að vel heppnuð innrás Bandaríkjanna, Bretlands og Íslands hefur skilið eftir sig hundruð þúsunda dauðra, særðra og örkumla Íraka, gert fjölda íraskra barna munaðarlausan; og að Saddam fái að draga gereyðingarvopn sín úr felum og ógna allri heimsbyggðinni til viðbótar því að brjóta mannréttindi heima fyrir, jafnvel pynta fanga og drepa fólk?" Þessari spurningu getur meira að segja utanríkisráðherrann svarað án þess að lenda í teljandi vandræðum. Ekki viljum við að okkar ástsæli utanríkisráðherra sé í vandræðum. Nóg eru vandræðin samt.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar