Vitlaus þjóð? 8. febrúar 2005 00:01 Íraksmálið - Jens Guðmundsson Þjóð Dóra margsaga er vitlaus. Óskaplega vitlaus. Hún á í basli með að svara einföldustu spurningum rétt. Þess í stað svarar hún stundum þvert á hug sinn. Sjálfur utanríkisráðherra Íslands, þokkalega læs og ágætlega skrifandi, Davíð Oddsson, hefur viðurkennt vanmátt sinn gagnvart eftirfarandi spurningu: "Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum?" Ráðherrann er í vandræðum með að svara þessari spurningu. Hann skilur ekki spurninguna. Skilur ekki upp né niður í þessari undarlegu spurningu. Hefur ekki hugmynd um hvað verið er að spyrja um. Hann er ekki einn um það. Íslenska þjóðin skilur spurninguna ekki heldur. Það hefur dómsmálaráðherrann, Brellu-Björn, vottað. Björn óttast að í spurningunni felist brella. Hann er reyndar ekki búinn að átta sig á hver brellan nákvæmlega er. Um hvaða lista var spurt? Björn hefur eftir ónefndum embættismanni Brúsks forseta að listi stríðsviljugra hafi gufað upp einhverntíma eftir 28. júní 2004. Enginn veit hvenær. Kannski fyrir viku. Kannski fyrir hálfu ári. Áður var Björn búinn að finna út að listinn var aldrei listi heldur fréttatilkynning. Það er því öllu heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Skv. nafnlausu heimild brellumeistarans hefur nafnaskrá fjölþjóðahers í Írak leyst fréttatilkynninguna af hólmi. Björn tekur fram að ENGUM þyki NEITT dularfullt við að heimildarmaðurinn pottþétti sé nafnlaus. Þetta er rétt hjá Birni. Og skiljanlegt að heimildarmaðurinn sé nafnlaus. Upplýsingar hans stangast á við heimasíðu Hvíta hússins. Þar er nefnilega listinn sem aldrei var listi heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Að vísu ekki alveg sami listi og upphaflega. Nafn Kosta Ríka vantar á listann. Er að furða þó brellumeistarinn sé tortrygginn? Ef rétt niðurstaða á að fást um viðhorf hinnar vitlausu íslensku þjóðar til Íraks þarf spurningin að vera eftirfarandi: "Vilt þú að Saddam Hussein verði aftur forseti Íraks og að engin uppbygging fari fram í Írak eftir að vel heppnuð innrás Bandaríkjanna, Bretlands og Íslands hefur skilið eftir sig hundruð þúsunda dauðra, særðra og örkumla Íraka, gert fjölda íraskra barna munaðarlausan; og að Saddam fái að draga gereyðingarvopn sín úr felum og ógna allri heimsbyggðinni til viðbótar því að brjóta mannréttindi heima fyrir, jafnvel pynta fanga og drepa fólk?" Þessari spurningu getur meira að segja utanríkisráðherrann svarað án þess að lenda í teljandi vandræðum. Ekki viljum við að okkar ástsæli utanríkisráðherra sé í vandræðum. Nóg eru vandræðin samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Íraksmálið - Jens Guðmundsson Þjóð Dóra margsaga er vitlaus. Óskaplega vitlaus. Hún á í basli með að svara einföldustu spurningum rétt. Þess í stað svarar hún stundum þvert á hug sinn. Sjálfur utanríkisráðherra Íslands, þokkalega læs og ágætlega skrifandi, Davíð Oddsson, hefur viðurkennt vanmátt sinn gagnvart eftirfarandi spurningu: "Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum?" Ráðherrann er í vandræðum með að svara þessari spurningu. Hann skilur ekki spurninguna. Skilur ekki upp né niður í þessari undarlegu spurningu. Hefur ekki hugmynd um hvað verið er að spyrja um. Hann er ekki einn um það. Íslenska þjóðin skilur spurninguna ekki heldur. Það hefur dómsmálaráðherrann, Brellu-Björn, vottað. Björn óttast að í spurningunni felist brella. Hann er reyndar ekki búinn að átta sig á hver brellan nákvæmlega er. Um hvaða lista var spurt? Björn hefur eftir ónefndum embættismanni Brúsks forseta að listi stríðsviljugra hafi gufað upp einhverntíma eftir 28. júní 2004. Enginn veit hvenær. Kannski fyrir viku. Kannski fyrir hálfu ári. Áður var Björn búinn að finna út að listinn var aldrei listi heldur fréttatilkynning. Það er því öllu heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Skv. nafnlausu heimild brellumeistarans hefur nafnaskrá fjölþjóðahers í Írak leyst fréttatilkynninguna af hólmi. Björn tekur fram að ENGUM þyki NEITT dularfullt við að heimildarmaðurinn pottþétti sé nafnlaus. Þetta er rétt hjá Birni. Og skiljanlegt að heimildarmaðurinn sé nafnlaus. Upplýsingar hans stangast á við heimasíðu Hvíta hússins. Þar er nefnilega listinn sem aldrei var listi heldur fréttatilkynning sem gufaði upp. Að vísu ekki alveg sami listi og upphaflega. Nafn Kosta Ríka vantar á listann. Er að furða þó brellumeistarinn sé tortrygginn? Ef rétt niðurstaða á að fást um viðhorf hinnar vitlausu íslensku þjóðar til Íraks þarf spurningin að vera eftirfarandi: "Vilt þú að Saddam Hussein verði aftur forseti Íraks og að engin uppbygging fari fram í Írak eftir að vel heppnuð innrás Bandaríkjanna, Bretlands og Íslands hefur skilið eftir sig hundruð þúsunda dauðra, særðra og örkumla Íraka, gert fjölda íraskra barna munaðarlausan; og að Saddam fái að draga gereyðingarvopn sín úr felum og ógna allri heimsbyggðinni til viðbótar því að brjóta mannréttindi heima fyrir, jafnvel pynta fanga og drepa fólk?" Þessari spurningu getur meira að segja utanríkisráðherrann svarað án þess að lenda í teljandi vandræðum. Ekki viljum við að okkar ástsæli utanríkisráðherra sé í vandræðum. Nóg eru vandræðin samt.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun