Fleiri gista á hótelum 7. febrúar 2005 00:01 Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. Næturnar voru 965.109 í fyrra en 889.390 árið á undan. Gistinóttunum hefur fjölgað um tæp 37 prósent frá 1998. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Höfuðborgarstofu, segir mismun fjölgunar ferðamanna og gistinátta sýna að fólk fari í styttri ferðir en áður. Það skýrist meðal annars af því að flugsætum hafi fjölgað og verð lækkað: "Aukin samkeppni gerir það að verkum að auðveldara er fyrir fólk að taka ákvarðanir með stuttum fyrirvara og skella sér til Íslands." Tölur Hagstofunnar sýna að gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum utan Norðurlands þar sem samdráttur nam tæpu einu prósenti milli áranna. Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands Eystra, segir tölur Hagstofunnar ekki gefa rétta mynd af gistinóttum þar sem heilsárshótel á Norðurlandi séu fá: "Við höfum farið fram á að allar gistinætur á svæðinu séu teknar saman en ekki aðeins nætur á heilsárshótelum." Ásbjörn segir unnið að því að fá fleiri erlenda ferðamenn á veturna. Sextán prósenta fjölgun gistinátta milli desembermánaða 2003 og 2004 sýni þau skref sem tekin hafi verið: "Í Mývatnssveit hefur ferðamönnum fjölgað þar sem framboð á afþreyingu yfir vetrartímann hefur markvisst verið aukið." Einnig megi rekja fjöldann til þess að skíðasvæði á Norðurlandi hafi opnað fyrr en áður. Í desember fjölgaði gistinóttum um tæp átta prósent á milli ára, voru 34.720 árið 2003 en urðu 37.390. Þeim fjölgaði hlutfallslega mest um 38 prósent á heilsárshótelum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á sama tíma um rúmt eitt prósent. Heilsárshótelum hefur fjölgað um fjögur milli áranna. Voru 66 árið 2003 en 70 í fyrra. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. Næturnar voru 965.109 í fyrra en 889.390 árið á undan. Gistinóttunum hefur fjölgað um tæp 37 prósent frá 1998. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Höfuðborgarstofu, segir mismun fjölgunar ferðamanna og gistinátta sýna að fólk fari í styttri ferðir en áður. Það skýrist meðal annars af því að flugsætum hafi fjölgað og verð lækkað: "Aukin samkeppni gerir það að verkum að auðveldara er fyrir fólk að taka ákvarðanir með stuttum fyrirvara og skella sér til Íslands." Tölur Hagstofunnar sýna að gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum utan Norðurlands þar sem samdráttur nam tæpu einu prósenti milli áranna. Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands Eystra, segir tölur Hagstofunnar ekki gefa rétta mynd af gistinóttum þar sem heilsárshótel á Norðurlandi séu fá: "Við höfum farið fram á að allar gistinætur á svæðinu séu teknar saman en ekki aðeins nætur á heilsárshótelum." Ásbjörn segir unnið að því að fá fleiri erlenda ferðamenn á veturna. Sextán prósenta fjölgun gistinátta milli desembermánaða 2003 og 2004 sýni þau skref sem tekin hafi verið: "Í Mývatnssveit hefur ferðamönnum fjölgað þar sem framboð á afþreyingu yfir vetrartímann hefur markvisst verið aukið." Einnig megi rekja fjöldann til þess að skíðasvæði á Norðurlandi hafi opnað fyrr en áður. Í desember fjölgaði gistinóttum um tæp átta prósent á milli ára, voru 34.720 árið 2003 en urðu 37.390. Þeim fjölgaði hlutfallslega mest um 38 prósent á heilsárshótelum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á sama tíma um rúmt eitt prósent. Heilsárshótelum hefur fjölgað um fjögur milli áranna. Voru 66 árið 2003 en 70 í fyrra.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira