Segir útvarpslög gölluð 6. febrúar 2005 00:01 Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. Útvarpsréttarnefnd úrskurðaði á dögunum að Skjá einum væri óheimilt að senda út leiki frá ensku knattspyrnunni án þess að nota íslenska þuli. Um helgina hafa verið gerðar tilraunir á stöðinni með útsendingar, meðal annars þannig að leikirnir hafa verið sendir án lýsingar en stuttur texti hefur komið á skjáinn af og til þar sem helstu atriða er getið. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, telur að með þessu sé þýðingarskyldu fullnægt. Þetta sé hins vegar ekki það besta sem hægt sé að gera fyrir enska boltann og áhorfendur. Að sögn Magnúsar verða íslenskir þulir settir á alla leiki ef útvarpsréttarnefnd telur að þetta fyrirkomulag sé ekki fullnægjandi. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að fara á svig við lög en lögin eins og þau eru séu úrelt. Það sé skrýtið að ekki megi útvarpa á ensku í tvo klukkutíma en það sé í lagi að gera það í 24 tíma stanslaust. Magnús segist telja að útvarpsréttarnefnd sé því sammála að með núverandi fyrirkomulagi séu hlutum rétt fyrir komið en lögin séu engu að síður gölluð. Lög séu lög en forsvarsmenn Skjás eins hafi aldrei talið sig vera að brjóta lög heldur að sjónvarpa frá fréttatengdum atburði. Það sé ekki eins og Skjár einn hafi verið að brjóta lög vísvitandi en útvarpsréttarnefnd túlki lögin þröngt og Skjár einn sé röngu megin þeirra. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar, hefur sent Magnúsi bréf þar sem hann býðst til að sýna þá leiki sem Skjár einn treystir sér ekki til að hafa íslenska þuli við. Magnús segir að sér hafi verið skemmt yfir bréfinu. Þetta sé svolítið líkt því að Icelandair færi að bjóðast til að flytja alla farþega Iceland Express. Hann hafi haldið að um brandara væri að ræða en einhverra hluta vegna hafi Hilmar ákveðið að senda bréfið um allan bæ. Magnús segist ekki vita hvað Hilmar ætli sér með þessu en hann telji bréfið ekki svaravert. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. Útvarpsréttarnefnd úrskurðaði á dögunum að Skjá einum væri óheimilt að senda út leiki frá ensku knattspyrnunni án þess að nota íslenska þuli. Um helgina hafa verið gerðar tilraunir á stöðinni með útsendingar, meðal annars þannig að leikirnir hafa verið sendir án lýsingar en stuttur texti hefur komið á skjáinn af og til þar sem helstu atriða er getið. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, telur að með þessu sé þýðingarskyldu fullnægt. Þetta sé hins vegar ekki það besta sem hægt sé að gera fyrir enska boltann og áhorfendur. Að sögn Magnúsar verða íslenskir þulir settir á alla leiki ef útvarpsréttarnefnd telur að þetta fyrirkomulag sé ekki fullnægjandi. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að fara á svig við lög en lögin eins og þau eru séu úrelt. Það sé skrýtið að ekki megi útvarpa á ensku í tvo klukkutíma en það sé í lagi að gera það í 24 tíma stanslaust. Magnús segist telja að útvarpsréttarnefnd sé því sammála að með núverandi fyrirkomulagi séu hlutum rétt fyrir komið en lögin séu engu að síður gölluð. Lög séu lög en forsvarsmenn Skjás eins hafi aldrei talið sig vera að brjóta lög heldur að sjónvarpa frá fréttatengdum atburði. Það sé ekki eins og Skjár einn hafi verið að brjóta lög vísvitandi en útvarpsréttarnefnd túlki lögin þröngt og Skjár einn sé röngu megin þeirra. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar, hefur sent Magnúsi bréf þar sem hann býðst til að sýna þá leiki sem Skjár einn treystir sér ekki til að hafa íslenska þuli við. Magnús segir að sér hafi verið skemmt yfir bréfinu. Þetta sé svolítið líkt því að Icelandair færi að bjóðast til að flytja alla farþega Iceland Express. Hann hafi haldið að um brandara væri að ræða en einhverra hluta vegna hafi Hilmar ákveðið að senda bréfið um allan bæ. Magnús segist ekki vita hvað Hilmar ætli sér með þessu en hann telji bréfið ekki svaravert.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira