Sport

Akinbiyi í setuverkfall hjá Stoke

Ade Akinbiyi, framherji Íslendingaliðsins Stoke City, fór í setuverkfall á skrifstofu John Rugde, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, og krafðist þess að fá að tala við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann félagsins, að því er fram kemur í samtali hans við staðarblaðið The Sentinel. Akinbiyi hefur átt í viðræðum við Stoke um nýjan samning undanfarnar vikur. Hann segist hafa fengið nóg af því að mæta á skrifstofuna á hverjum degi án þess að fá svör. Eftir klukkutímasetuverkfall þar sem Akinbiyi var alveg við það að sofna fékk hann samband við Gunnar Þór og segist Akinbiyi hafa verið ánægður með það spjall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×