Dettifoss kominn á lygnan sjó 30. janúar 2005 00:01 Búist var við því í gærkvöldi að varðskipin Týr og Ægir kæmu kæmi með flutningaskipið Dettifoss í togi til hafnar á Eskifirði í nótt. Þau voru stödd í mynni Reyðarfjarðar um klukkan sjö í gærkvöld. Stýrisblað skipsins brotnaði af um klukkan átta á föstudagskvöld þar sem það var statt austur af landinu á leið til Eskifjarðar frá Reykjavík. Þá var þungt í sjóinn og mikið rok. Um miðjan dag í gær gekk veðrið niður og þá tókst að koma taug á milli skipanna og siglt í átt að landi. Karl Gunnarsson, svæðisstjóri Eimskipa á Austurlandi, sagði í gærkvöldi að siglingin gengi vel þrátt fyrir að enn væri þungt í sjóinn. Kafarar um borð í Tý ætluðu að kafa niður að hliðarskrúfu Dettifoss þegar komið væri inn í Reyðarfjörð. Skrúfan bilaði á meðan skipið rak og er talið að dráttartóg sem slitnaði úr skipinu hafi flækst í skrúfunni. Mikilvægt er að skrúfan virki þegar Dettifoss leggst að bryggju á Eskifirði. Þrettán menn eru í áhöfn Dettifoss, allir Íslendingar. Karl segir þá hafa það gott enda hafi verið lögð áhersla á að þeir færu varlega á meðan óveður geysaði. Skipið flytur 850 gáma með um 6.000 tonn af vörum, mest fiski og áli. Skemmdir á skipinu verða skoðaðar þegar það kemur í höfn. Viðgerðir á því fara þó að líkindum fram erlendis. Skipið verður því væntanlega aftur dregið yfir hafið þar sem hægt er að taka það upp í flotkví. Karl segist vita til þess að stýrisblöð hafi áður dottið af fraktskipum. "Það virðist hafa færst í vöxt. Ég veit ekki hvort smíðagalla er um að kenna eða málmþreytu." Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Búist var við því í gærkvöldi að varðskipin Týr og Ægir kæmu kæmi með flutningaskipið Dettifoss í togi til hafnar á Eskifirði í nótt. Þau voru stödd í mynni Reyðarfjarðar um klukkan sjö í gærkvöld. Stýrisblað skipsins brotnaði af um klukkan átta á föstudagskvöld þar sem það var statt austur af landinu á leið til Eskifjarðar frá Reykjavík. Þá var þungt í sjóinn og mikið rok. Um miðjan dag í gær gekk veðrið niður og þá tókst að koma taug á milli skipanna og siglt í átt að landi. Karl Gunnarsson, svæðisstjóri Eimskipa á Austurlandi, sagði í gærkvöldi að siglingin gengi vel þrátt fyrir að enn væri þungt í sjóinn. Kafarar um borð í Tý ætluðu að kafa niður að hliðarskrúfu Dettifoss þegar komið væri inn í Reyðarfjörð. Skrúfan bilaði á meðan skipið rak og er talið að dráttartóg sem slitnaði úr skipinu hafi flækst í skrúfunni. Mikilvægt er að skrúfan virki þegar Dettifoss leggst að bryggju á Eskifirði. Þrettán menn eru í áhöfn Dettifoss, allir Íslendingar. Karl segir þá hafa það gott enda hafi verið lögð áhersla á að þeir færu varlega á meðan óveður geysaði. Skipið flytur 850 gáma með um 6.000 tonn af vörum, mest fiski og áli. Skemmdir á skipinu verða skoðaðar þegar það kemur í höfn. Viðgerðir á því fara þó að líkindum fram erlendis. Skipið verður því væntanlega aftur dregið yfir hafið þar sem hægt er að taka það upp í flotkví. Karl segist vita til þess að stýrisblöð hafi áður dottið af fraktskipum. "Það virðist hafa færst í vöxt. Ég veit ekki hvort smíðagalla er um að kenna eða málmþreytu."
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira