Er forsætisráðherra ekki lengur til? 26. janúar 2005 00:01 Þegar ég var strákur var Löður vinsæl sápuópera og háð um þær um leið. Karlpersóna í Löðri hét að mig minnir Burt, a.m.k. væri það viðeigandi nafn miðað við íslenska merkingu orðsins. Sá trúði því að ef hann sveiflaði höndunum og smellti fingrum þá hyrfi hann burt. Hentugur eiginleiki á neyðarlegustu stundum lífsins, en gallinn bara sá að hann sást nú samt. Huliðshjúpurinn dugði þannig ekki betur en nýju fötin keisarans. Síðustu misseri höfum við fylgst með skelfilegum afleiðingum ofmats formanna stjórnarflokkanna á eigin persónu. Þeir töldu sig vorið 2003 einfæra um að gera okkur öll ábyrg fyrir því blóðbaði sem innrásin í Írak er. Miklir menn vorum við og réðum lífi eða dauða. En íslenska þjóðin er ekki haldin valdhroka og vildi enga aðild eiga að þessu ólögmæta árásarstríði. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, hrekst nú undan þeim vindum sem hann sjálfur blés, með innan við 5% fylgi í eigin kjördæmi og á harðahlaupum undan spurningum fjölmiðla. Í stað þess að játa mistök sín, biðjast afsökunar og axla ábyrgð berst hann um á hæl og hnakka við sjálfan sig. Nú væri gott að vera ósýnilegur. Og líkt og Burt forðum segir hann í nauðvörn að listinn yfir hinar viljugu þjóðir sé ekki lengur til! Þ.e.a.s. að ákvarðanir hans sjálfs séu ekki lengur til. Á hið sama þá við um ráðherrann sjálfan? Er stefna ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu ekki lengur til? Hvarf hún bara "hókus pókus" burt. Af svipuðu raunsæi segir Davíð Oddsson að friður ríki í 795 af 800 byggðum Íraks og Bush að leiðangrinum sé lokið (e. mission accomplished). Stríðinu í Írak er því miður ekki lokið og listi hinna viljugu þjóða verður alltaf til þó Ísland geti afturkallað stuðning sinn. En í Írak er fullt af fólki sem er ekki lengur til og úr því verður ekki bætt. Á því berum við Íslendingar fulla ábyrgð. Til að forðast að í framtíðinni verðum við aftur gerð ábyrg fyrir óhæfuverkum af einum eða tveimur valdsmönnum þurfum við að setja stjórnvöldum skýrari mörk. Höfundar stjórnarskrárinnar hafa ekki látið sér til hugar koma að herlaust land yrði aðili að stríði með þessum hætti og kváðu því ekki á um það. Með félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar legg ég nú til við Alþingi að aukið verði við 21. gr. stjórnarskrárinnar ákvæðum sem banna aðild að eða stuðning við stríð nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þó stjórnarflokkana skorti dug til að axla ábyrgð á ákvörðun Davíðs og Halldórs og telja hana hafa horfið er óskandi að fólk úr öllum flokkum sjái nauðsyn þess að kveða skýrt á um hvernig lýðræðislega eigi að taka svona ákvörðun. Hin vonda ákvörðun, hvernig að henni var staðið og þær deilur sem þetta skapaði hafa rýrt traust fólks á forystumönnum sínum og orðið þjóðinni til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var strákur var Löður vinsæl sápuópera og háð um þær um leið. Karlpersóna í Löðri hét að mig minnir Burt, a.m.k. væri það viðeigandi nafn miðað við íslenska merkingu orðsins. Sá trúði því að ef hann sveiflaði höndunum og smellti fingrum þá hyrfi hann burt. Hentugur eiginleiki á neyðarlegustu stundum lífsins, en gallinn bara sá að hann sást nú samt. Huliðshjúpurinn dugði þannig ekki betur en nýju fötin keisarans. Síðustu misseri höfum við fylgst með skelfilegum afleiðingum ofmats formanna stjórnarflokkanna á eigin persónu. Þeir töldu sig vorið 2003 einfæra um að gera okkur öll ábyrg fyrir því blóðbaði sem innrásin í Írak er. Miklir menn vorum við og réðum lífi eða dauða. En íslenska þjóðin er ekki haldin valdhroka og vildi enga aðild eiga að þessu ólögmæta árásarstríði. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, hrekst nú undan þeim vindum sem hann sjálfur blés, með innan við 5% fylgi í eigin kjördæmi og á harðahlaupum undan spurningum fjölmiðla. Í stað þess að játa mistök sín, biðjast afsökunar og axla ábyrgð berst hann um á hæl og hnakka við sjálfan sig. Nú væri gott að vera ósýnilegur. Og líkt og Burt forðum segir hann í nauðvörn að listinn yfir hinar viljugu þjóðir sé ekki lengur til! Þ.e.a.s. að ákvarðanir hans sjálfs séu ekki lengur til. Á hið sama þá við um ráðherrann sjálfan? Er stefna ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu ekki lengur til? Hvarf hún bara "hókus pókus" burt. Af svipuðu raunsæi segir Davíð Oddsson að friður ríki í 795 af 800 byggðum Íraks og Bush að leiðangrinum sé lokið (e. mission accomplished). Stríðinu í Írak er því miður ekki lokið og listi hinna viljugu þjóða verður alltaf til þó Ísland geti afturkallað stuðning sinn. En í Írak er fullt af fólki sem er ekki lengur til og úr því verður ekki bætt. Á því berum við Íslendingar fulla ábyrgð. Til að forðast að í framtíðinni verðum við aftur gerð ábyrg fyrir óhæfuverkum af einum eða tveimur valdsmönnum þurfum við að setja stjórnvöldum skýrari mörk. Höfundar stjórnarskrárinnar hafa ekki látið sér til hugar koma að herlaust land yrði aðili að stríði með þessum hætti og kváðu því ekki á um það. Með félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar legg ég nú til við Alþingi að aukið verði við 21. gr. stjórnarskrárinnar ákvæðum sem banna aðild að eða stuðning við stríð nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þó stjórnarflokkana skorti dug til að axla ábyrgð á ákvörðun Davíðs og Halldórs og telja hana hafa horfið er óskandi að fólk úr öllum flokkum sjái nauðsyn þess að kveða skýrt á um hvernig lýðræðislega eigi að taka svona ákvörðun. Hin vonda ákvörðun, hvernig að henni var staðið og þær deilur sem þetta skapaði hafa rýrt traust fólks á forystumönnum sínum og orðið þjóðinni til minnkunar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun