Sport

Savage ósáttur við Birmingham

Robbie Savage segist hugsa forráðamönnum Birmingham þegjandi þörfina þessa dagana og segist feginn því að vera á leið frá félaginu. Savage segir þá hafa farið illa með sig í kjölfar þess að hann bað um að fá að fara frá félaginu. "Þeir létu mig æfa með varaliðinu og unglingaliðinu einan míns liðs. Ég hef verið mjög áhyggjufullur og léttist um nokkur kíló af áhyggjum yfir framtíð minni," sagði knattspyrnumaðurinn umdeildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×