Sport

Jói Kalli skoraði með þrumufleyg

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að skora fyrir Leicester sem er 1-0 yfir gegn Blackpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Mark Jóa Kalla var sérlega glæsilegt eða að hætti Skagamannsins og kom á 16. mínútu, af 35 færi ofarlega í hægra hornið. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Blackpool sem er í 20. sæti ensku 1. deildarinnar en Leicester leikur í Championship deildinni. Á sama tíma eigast við Burnley og Liverpool þar sem staðan er ennþá 0-0 eftir 40 mínútna leik en leikurinn frestaðist um 15 mínútur og hófst ekki fyrr en kl. 20. Lögreglan vildi gera þessar öryggisráðstafanir vegna þess hve seint stuðningsmenn Liverpool mættu á leikvanginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×