Upprennandi stjarna 13. janúar 2005 00:01 Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi. Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi.
Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira