Hlýja og nærgætni fer þverrandi 13. janúar 2005 00:01 Framkoma við fólk - Albert Jensen trésmiður Öruggt má telja að Íslendingar hefðu komist í heimsmetabók Guinness sem veraldarinnar mestu nirflar, ef þeir hefðu látið sér nægja að bjóða eitt bílverð til hjálpar á hamfarasvæðunum. Menn spyrja nú hvað fötluð manneskja þurfi að vinna mörg gull á heimsmótum til að vera kosin íþróttamaður ársins. Þrennt virðist há Kristínu Rós Hákonardóttur til að verða heiðruð með þeim hætti. Hún er kona, hún er fötluð og hún skyggir á annað afreksfólk. Víst er að hlýja fólks og nærgætni gagnvart öldruðu fólki, fötluðu og sjúku fer þverrandi. Borgarstjórn hefur breytt öryrkjum í gamalmenni og afhent einstaklingum aðstöðu og leyfi til að sjá um mat til þessa fólks og vantar talsvert á að þar sé því umbunað sem vert er. Fyrir nokkrum mánuðum gerði ég athugasemd við framkvæmd þessara mála og var því illa tekið. Stjórn heilsugæslunnar hefur sífellt verið að áreita starfsfólk sitt og skjólstæðinga og nú tekur ólært fólk við umönnun ósjálfbjarga fólks. Aldraður maður sem ég veit deili á hefur orðið að þola stórskerta þjónustu félagsþjónustunnar vegna samstarfsörðugleika við útlenda starfskonu. Víða í þjóðfélaginu eru sljóir stjórnendur sem ekki virðast skilja hvað til þeirra friðar heyrir. Hroki og yfirlæti er ekki það sem gott fólk vill á skjaldarmerkið. Hjúkrunarforstjórar og annað fyrirfólk eiga ekki að taka yfirmenn breska hernámsliðsins 1940 sér til fyrirmyndar. Þá var altalað að kamrar offisera, sem óbreyttir notuðu í neyð, væru brenndir og nýir byggðir. Sagt er að meiri menntun fylgi meiri skilvirkni. Því er stjórn heilsugæslunnar ósammála og sannar verklag hennar það. Menntun opnar leiðir, eykur færni og tekjur. Hún getur í einhverjum tilfellum haft áhrif til hins verra á viðhorf og framkomu. En það fer að sjálfsögðu eftir efniviðnum hverju sinni. Fyrir nokkrum árum var ég á sjúkrahúsi með öldruðum bónda. Honum þótti læknir sinn hryssingslegur og stór uppá sig. Eitt sinn þegar læknirinn kom, sagði bóndinn við hann: Betra er að vera af guði ger / greindur bóndastauli / heldur en að vera hvar sem er / hámenntaður auli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Framkoma við fólk - Albert Jensen trésmiður Öruggt má telja að Íslendingar hefðu komist í heimsmetabók Guinness sem veraldarinnar mestu nirflar, ef þeir hefðu látið sér nægja að bjóða eitt bílverð til hjálpar á hamfarasvæðunum. Menn spyrja nú hvað fötluð manneskja þurfi að vinna mörg gull á heimsmótum til að vera kosin íþróttamaður ársins. Þrennt virðist há Kristínu Rós Hákonardóttur til að verða heiðruð með þeim hætti. Hún er kona, hún er fötluð og hún skyggir á annað afreksfólk. Víst er að hlýja fólks og nærgætni gagnvart öldruðu fólki, fötluðu og sjúku fer þverrandi. Borgarstjórn hefur breytt öryrkjum í gamalmenni og afhent einstaklingum aðstöðu og leyfi til að sjá um mat til þessa fólks og vantar talsvert á að þar sé því umbunað sem vert er. Fyrir nokkrum mánuðum gerði ég athugasemd við framkvæmd þessara mála og var því illa tekið. Stjórn heilsugæslunnar hefur sífellt verið að áreita starfsfólk sitt og skjólstæðinga og nú tekur ólært fólk við umönnun ósjálfbjarga fólks. Aldraður maður sem ég veit deili á hefur orðið að þola stórskerta þjónustu félagsþjónustunnar vegna samstarfsörðugleika við útlenda starfskonu. Víða í þjóðfélaginu eru sljóir stjórnendur sem ekki virðast skilja hvað til þeirra friðar heyrir. Hroki og yfirlæti er ekki það sem gott fólk vill á skjaldarmerkið. Hjúkrunarforstjórar og annað fyrirfólk eiga ekki að taka yfirmenn breska hernámsliðsins 1940 sér til fyrirmyndar. Þá var altalað að kamrar offisera, sem óbreyttir notuðu í neyð, væru brenndir og nýir byggðir. Sagt er að meiri menntun fylgi meiri skilvirkni. Því er stjórn heilsugæslunnar ósammála og sannar verklag hennar það. Menntun opnar leiðir, eykur færni og tekjur. Hún getur í einhverjum tilfellum haft áhrif til hins verra á viðhorf og framkomu. En það fer að sjálfsögðu eftir efniviðnum hverju sinni. Fyrir nokkrum árum var ég á sjúkrahúsi með öldruðum bónda. Honum þótti læknir sinn hryssingslegur og stór uppá sig. Eitt sinn þegar læknirinn kom, sagði bóndinn við hann: Betra er að vera af guði ger / greindur bóndastauli / heldur en að vera hvar sem er / hámenntaður auli.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar