Innlent

Flugleiðir kaupa vélar og leigja

Flugleiðir hafa haslað sér völl á nýju sviði flugvélaleigu með stofnun fyrirtækis í samvinnu við Gunnar Björgvinsson og fleiri í Lichtenstein. Fyrirtækið hefur keypt þrjár notaðar Boeing 737-500 flugvélar af írska flugfélaginu Aer Lingus og leigir þær til litháiska flugfélagsins Air Baltic Latwia til fimm ára.  SAS á 47% í Air Baltic en lettneska ríkið 53%. Flugvélakaupin fjármagnaði Íslandsbanki en Flugleiðir eiga 49% hlutafjár en aðrir samtals 51%. Í tilkynningu til fjölmiðla og Kauphallar Íslands kemur fram að Flugleiðir hafi fyrir rúmu ári farið að leita að góðum flugvélum til kaupa með það í huga að leigja þær áfram til þriðja aðila. Samvinna hafi tekist við Gunnar Björgvinsson, sem hafi mikla reynslu af þessum markaði, um kaup og framleigu flugvélanna þriggja til Litháens. Sá samningur sem gerður hafi verið um leigu flugvélanna tryggi Flugleiðum mjög viðunandi arðsemi af kaupunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×