Innlent

Fjórir buðu í stálvírinn

Fimm tilboð bárust Landsvirkjun í stálvír fyrir Fljótsdalslínur 3 og 4, en þau voru opnuð á mánudag. Hæsta boð kom frá Westfälische Drahtindustrie GmbH upp á 71,4 milljónir króna, en það var það eina sem var yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rétt rúmar 64 milljónir króna. Næsthæst bauð BYKO hf. eina íslenska fyrirtækið sem tók þátt, 62,4 milljónir. Lægst bauð hins vegar sænska fyrirtækið Swedwire, rúmar 54 milljónir og með frávikstilboð upp á rúmar 50 milljónir króna. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar segir að Landsnet, sem annast á flutning á raforku, semji við verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar sem sjái um útboðið. "En þetta var náttúrlega boðið út í okkar tíð," sagði hann og bjóst við að verkefni tengd Kárahnjúkavirkjun sem byrjað hafði verið á myndu verða áfram á forræði verkfræði- og framkvæmdasviðsins. Friðrik taldi tilboðin hafa verið hagstæð flest og kvaðst sannfærður um að línurnar yrðu mun ódýrari en ráð hafi verið fyrir gert þegar upp væri staðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×