Innlent

Minnast þeirra sem fórust

Næsta sunnudag verða liðin tíu ár frá því að fjórtán manns biðu bana í Súðavík þegar snjóflóð féll á bæinn. Af þessu tilefni verður haldin minningarguðsþjónusta í íþróttahúsinu í Súðavík og hefst hún klukkan tvö á sunnudaginn. Í tilkynningu Súðavíkurhrepps og sóknarnefndar Súðavíkur kemur fram að viðstöddum verði boðið að tendra á kertum við athöfnina til minningar um hina látnu. Við athöfnina þjóna prestarnir Valdimar Hreiðarsson og Magnús Erlingsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×