Heilbrigðisvandi þjóðarinnar 13. október 2005 15:20 Hreyfing og heilsa - Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður Aldrei áður hefur heilbrigðisvandi þjóðarinnar verið alvarlegri. Ríkisstjórn Íslands lokar flestum skilningarvitum fyrir vandanum en hann greinist bæði sem andlegur og líkamlegur krankleiki hjá tugþúsundum Íslendinga. Reikningur okkar allra til heilbrigðis- og sjúkraþjónustu fer ört vaxandi og gerir atlögu að efnahag þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn ákvað á síðasta haustþingi að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er gert að leggja fram áætlun um heilsu og íþróttir. Slíkar áætlanir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og nægir þar að nefna til jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar sem unnin er af Alþingi í félagi við fjölmarga aðila, s.s. sveitarfélög, sérfræðinga á ýmsum sviðum, stéttarfélög, samtök atvinnurekenda og fl. Það nægir ekki að einstakir ráðherrar með löglærða aðstoðarmenn reyni af góðum hug að finna töfralausn á heilbrigðisvanda þjóðarinnar. Aftur á móti er hugsanlegt að stjórnvöld, stéttarfélög, atvinnurekendur, sveitarfélög, sérfræðingar úr heilbrigðisstétt og síðast en ekki síst íþróttahreyfingin geti hrundið af stað ferli með öflugu samátaki með það að markmiði að bæta almenna heilsu þjóðarinnar. Stjórn Læknafélags Íslands hefur ítrekað á undanförnum misserum lagt áherslu á mikilvægi þess að löggjafinn komi að málum, t.a.m. með öflugri heilsuáætlun sem bundin yrði í lög. Fjöldi öryrkja á Íslandi hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Þá hafa sjúkdómar þunglyndis og annarra andlegra veikinda stóraukist. Heilsan okkar er afar dýrmæt en því miður hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði yfirleitt komið of seint. Það dugar ekki að mæta vandanum eftir að hann er orðinn, miklu frekar ætti dreifing fjármagns í meira mæli að renna til fyrirbyggjandi þátta svo sem íþróttamála. Ætti þá að huga að almenningsíþróttum jafnt sem afreksíþróttum. Tryggja verður aðgengi allra barna að íþróttum en í þessu skyni má minna á Hafnarfjarðarbæ, sem tryggir aðgengi allra barna að keppnisíþróttum óháð efnahag. Ekki þarf að minna á árangur Hafnfirðinga á sviði íþrótta en hann er frábær. Þá er hugsanlegt að yfirvöld bjóði eldri borgurum góð kjör til vistar á suðlægum slóðum yfir skammdegið og kuldatímann. Íslenskir verktakar bentu mér á þá snjöllu hugmynd að íslensk yfirvöld semji við íslenska verktaka um leigu á stórhúsnæðum í Suður-Evrópu. Varla þarf að efast um gildi slíkra ferða fyrir fullorðið fólk, sem margt á erfitt með að ferðast sökum veðráttu hér heima fyrir yfir köldustu og dimmustu vetrarmánuðina. Einangrun og skammdegi er sjaldan vísir að gleðistund fyrir okkur mannfólkið. Í heilsu– og íþróttaáætlun skapast jafnframt kjörinn vettvangur fyrir forvarnir af ýmsu tagi, t.a.m. gegn fíknefnaneyslu, reykingum, óhollu mataræði og áfengisneyslu. Því miður fékk þetta ágæta þingmál sem getið er að ofan ekki þá afgreiðslu sem til þurfti. Málið verður aftur sett fram nú á vorþingi og er það gert með þá von í brjósti að stjórnvöld sjái hversu kjörinn vettvangur Alþingi Íslendinga er, sem starfstöð áætlunar til heilsu– og íþróttamála í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Hreyfing og heilsa - Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður Aldrei áður hefur heilbrigðisvandi þjóðarinnar verið alvarlegri. Ríkisstjórn Íslands lokar flestum skilningarvitum fyrir vandanum en hann greinist bæði sem andlegur og líkamlegur krankleiki hjá tugþúsundum Íslendinga. Reikningur okkar allra til heilbrigðis- og sjúkraþjónustu fer ört vaxandi og gerir atlögu að efnahag þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn ákvað á síðasta haustþingi að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er gert að leggja fram áætlun um heilsu og íþróttir. Slíkar áætlanir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og nægir þar að nefna til jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar sem unnin er af Alþingi í félagi við fjölmarga aðila, s.s. sveitarfélög, sérfræðinga á ýmsum sviðum, stéttarfélög, samtök atvinnurekenda og fl. Það nægir ekki að einstakir ráðherrar með löglærða aðstoðarmenn reyni af góðum hug að finna töfralausn á heilbrigðisvanda þjóðarinnar. Aftur á móti er hugsanlegt að stjórnvöld, stéttarfélög, atvinnurekendur, sveitarfélög, sérfræðingar úr heilbrigðisstétt og síðast en ekki síst íþróttahreyfingin geti hrundið af stað ferli með öflugu samátaki með það að markmiði að bæta almenna heilsu þjóðarinnar. Stjórn Læknafélags Íslands hefur ítrekað á undanförnum misserum lagt áherslu á mikilvægi þess að löggjafinn komi að málum, t.a.m. með öflugri heilsuáætlun sem bundin yrði í lög. Fjöldi öryrkja á Íslandi hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Þá hafa sjúkdómar þunglyndis og annarra andlegra veikinda stóraukist. Heilsan okkar er afar dýrmæt en því miður hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði yfirleitt komið of seint. Það dugar ekki að mæta vandanum eftir að hann er orðinn, miklu frekar ætti dreifing fjármagns í meira mæli að renna til fyrirbyggjandi þátta svo sem íþróttamála. Ætti þá að huga að almenningsíþróttum jafnt sem afreksíþróttum. Tryggja verður aðgengi allra barna að íþróttum en í þessu skyni má minna á Hafnarfjarðarbæ, sem tryggir aðgengi allra barna að keppnisíþróttum óháð efnahag. Ekki þarf að minna á árangur Hafnfirðinga á sviði íþrótta en hann er frábær. Þá er hugsanlegt að yfirvöld bjóði eldri borgurum góð kjör til vistar á suðlægum slóðum yfir skammdegið og kuldatímann. Íslenskir verktakar bentu mér á þá snjöllu hugmynd að íslensk yfirvöld semji við íslenska verktaka um leigu á stórhúsnæðum í Suður-Evrópu. Varla þarf að efast um gildi slíkra ferða fyrir fullorðið fólk, sem margt á erfitt með að ferðast sökum veðráttu hér heima fyrir yfir köldustu og dimmustu vetrarmánuðina. Einangrun og skammdegi er sjaldan vísir að gleðistund fyrir okkur mannfólkið. Í heilsu– og íþróttaáætlun skapast jafnframt kjörinn vettvangur fyrir forvarnir af ýmsu tagi, t.a.m. gegn fíknefnaneyslu, reykingum, óhollu mataræði og áfengisneyslu. Því miður fékk þetta ágæta þingmál sem getið er að ofan ekki þá afgreiðslu sem til þurfti. Málið verður aftur sett fram nú á vorþingi og er það gert með þá von í brjósti að stjórnvöld sjái hversu kjörinn vettvangur Alþingi Íslendinga er, sem starfstöð áætlunar til heilsu– og íþróttamála í landinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar