Dauðsföll vegna hamfara og stríðs 7. janúar 2005 00:01 Náttúruhamfarir og styrjaldir - Einar Ólafsson bókavörður Við höfum sennilega öll upplifað sömu tilfinningu á undanförnum dögum vegna hinna skelfilegu hamfara í Indlandshafi og löndunum þar í kring. Við getum ekki hugsað þetta til enda. Á hverjum einasta degi stendur ógrynni fólks um allan heim frammi fyrir þessum óskiljanleika. Dauði einstaklingsins er í sjálfu sér jafn hörmulegur og sorg ástvinanna jafn mikil þegar um er að ræða banaslys á íslenskum þjóðvegi eða dauðsfall sem aldrei kemst í aðrar fréttir en dánartilkynningarnar. En slíkir ógnaratburðir sem núna eða fyrir ári síðan í Bam í Íran, eða snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir okkur Íslendinga, eru af stærðargráðu sem við náum ekki. Þetta er langt handan við allan mannlegan mátt. Það vill svo til að fyrir tæpum mánuði var ég staddur í Japan og sá þar sýningu sem Alþýðusamband Japans setti upp í tilefni af því að næsta sumar verða liðin sextíu ár frá því að Bandaríkjastjórn lét varpa kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Á sýningunni voru myndir af afleiðingum þessara kjarnorkusprengja og ýmsar upplýsingar. Árum saman hefur fólk komið saman og fleytt kertum í minningu þess fólks sem fórst af völdum þessara kjarnorkusprengja og krafist þess að slíkt gerist ekki afttur. Og samt gerist slíkt aftur og aftur, ekki kannski svo skyndilega sem þar var, en samt aftur og aftur. 6. og 9. ágúst 1945 fórust á annað hundrað þúsund manns af völdum þessara tveggja kjarnorkusprengja í Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar eyðilögðust að mestu. Þessi fjöldi og þessi ægilega eyðilegging var af svipaðri stærðargráðu og í Bam í fyrra og við Indlandshaf núna. Munurinn er sá að um jólin nú og í fyrra var um að ræða náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur kom nærri né gat komið í veg fyrir en dauðsföllin í Japan fyrir tæpum 60 árum stöfuðu af því að einhverjir menn tóku ákvörðun um að senda flugvélar með sprengjur. Og það voru ekki sturlaðir menn sem framkvæmdu eitthvað óviðráðanlegt heldur menn sem voru jafn heilbrigðir andlega og flest okkar. Þetta voru engin óviðráðanleg náttúruöfl, þetta var ekki handan við mannlegan mátt, ekki frekar en það sem hefur að undanförnu valdið dauða tuga þúsunda manna í Írak, Tsjetsjeníu, Darfúr og fleiri stöðum víða um heim þar sem stríð hafa geisað. Vísindamenn hafa unnið að því að finna aðferðir til að spá fyrir um náttúruhamfarir. Þeir hafa reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir slík stórslys eða draga úr þeim en sjaldnast er hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarirnar sjálfar. Enginn mannlegur vilji getur komið í veg fyrir jarðskálfta, eldgos eða fellibylji. En mannlegur vilji getur komið í veg fyrir mannfall og eyðileggingu af völdum styrjalda, mannlegur vilji getur komið í veg fyrir stríð af því að stríð verða ekki nema vegna mannlegs vilja. Mannlegur vilji getur nú orðið líka bjargað flestum þeirra milljóna sem deyja ár hvert af völdum hungursneyða og farsótta eins og eyðni, malaríu, berkla og fleira. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir og styrjaldir - Einar Ólafsson bókavörður Við höfum sennilega öll upplifað sömu tilfinningu á undanförnum dögum vegna hinna skelfilegu hamfara í Indlandshafi og löndunum þar í kring. Við getum ekki hugsað þetta til enda. Á hverjum einasta degi stendur ógrynni fólks um allan heim frammi fyrir þessum óskiljanleika. Dauði einstaklingsins er í sjálfu sér jafn hörmulegur og sorg ástvinanna jafn mikil þegar um er að ræða banaslys á íslenskum þjóðvegi eða dauðsfall sem aldrei kemst í aðrar fréttir en dánartilkynningarnar. En slíkir ógnaratburðir sem núna eða fyrir ári síðan í Bam í Íran, eða snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir okkur Íslendinga, eru af stærðargráðu sem við náum ekki. Þetta er langt handan við allan mannlegan mátt. Það vill svo til að fyrir tæpum mánuði var ég staddur í Japan og sá þar sýningu sem Alþýðusamband Japans setti upp í tilefni af því að næsta sumar verða liðin sextíu ár frá því að Bandaríkjastjórn lét varpa kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Á sýningunni voru myndir af afleiðingum þessara kjarnorkusprengja og ýmsar upplýsingar. Árum saman hefur fólk komið saman og fleytt kertum í minningu þess fólks sem fórst af völdum þessara kjarnorkusprengja og krafist þess að slíkt gerist ekki afttur. Og samt gerist slíkt aftur og aftur, ekki kannski svo skyndilega sem þar var, en samt aftur og aftur. 6. og 9. ágúst 1945 fórust á annað hundrað þúsund manns af völdum þessara tveggja kjarnorkusprengja í Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar eyðilögðust að mestu. Þessi fjöldi og þessi ægilega eyðilegging var af svipaðri stærðargráðu og í Bam í fyrra og við Indlandshaf núna. Munurinn er sá að um jólin nú og í fyrra var um að ræða náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur kom nærri né gat komið í veg fyrir en dauðsföllin í Japan fyrir tæpum 60 árum stöfuðu af því að einhverjir menn tóku ákvörðun um að senda flugvélar með sprengjur. Og það voru ekki sturlaðir menn sem framkvæmdu eitthvað óviðráðanlegt heldur menn sem voru jafn heilbrigðir andlega og flest okkar. Þetta voru engin óviðráðanleg náttúruöfl, þetta var ekki handan við mannlegan mátt, ekki frekar en það sem hefur að undanförnu valdið dauða tuga þúsunda manna í Írak, Tsjetsjeníu, Darfúr og fleiri stöðum víða um heim þar sem stríð hafa geisað. Vísindamenn hafa unnið að því að finna aðferðir til að spá fyrir um náttúruhamfarir. Þeir hafa reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir slík stórslys eða draga úr þeim en sjaldnast er hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarirnar sjálfar. Enginn mannlegur vilji getur komið í veg fyrir jarðskálfta, eldgos eða fellibylji. En mannlegur vilji getur komið í veg fyrir mannfall og eyðileggingu af völdum styrjalda, mannlegur vilji getur komið í veg fyrir stríð af því að stríð verða ekki nema vegna mannlegs vilja. Mannlegur vilji getur nú orðið líka bjargað flestum þeirra milljóna sem deyja ár hvert af völdum hungursneyða og farsótta eins og eyðni, malaríu, berkla og fleira. Vilji er allt sem þarf.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar