Dauðsföll vegna hamfara og stríðs 7. janúar 2005 00:01 Náttúruhamfarir og styrjaldir - Einar Ólafsson bókavörður Við höfum sennilega öll upplifað sömu tilfinningu á undanförnum dögum vegna hinna skelfilegu hamfara í Indlandshafi og löndunum þar í kring. Við getum ekki hugsað þetta til enda. Á hverjum einasta degi stendur ógrynni fólks um allan heim frammi fyrir þessum óskiljanleika. Dauði einstaklingsins er í sjálfu sér jafn hörmulegur og sorg ástvinanna jafn mikil þegar um er að ræða banaslys á íslenskum þjóðvegi eða dauðsfall sem aldrei kemst í aðrar fréttir en dánartilkynningarnar. En slíkir ógnaratburðir sem núna eða fyrir ári síðan í Bam í Íran, eða snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir okkur Íslendinga, eru af stærðargráðu sem við náum ekki. Þetta er langt handan við allan mannlegan mátt. Það vill svo til að fyrir tæpum mánuði var ég staddur í Japan og sá þar sýningu sem Alþýðusamband Japans setti upp í tilefni af því að næsta sumar verða liðin sextíu ár frá því að Bandaríkjastjórn lét varpa kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Á sýningunni voru myndir af afleiðingum þessara kjarnorkusprengja og ýmsar upplýsingar. Árum saman hefur fólk komið saman og fleytt kertum í minningu þess fólks sem fórst af völdum þessara kjarnorkusprengja og krafist þess að slíkt gerist ekki afttur. Og samt gerist slíkt aftur og aftur, ekki kannski svo skyndilega sem þar var, en samt aftur og aftur. 6. og 9. ágúst 1945 fórust á annað hundrað þúsund manns af völdum þessara tveggja kjarnorkusprengja í Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar eyðilögðust að mestu. Þessi fjöldi og þessi ægilega eyðilegging var af svipaðri stærðargráðu og í Bam í fyrra og við Indlandshaf núna. Munurinn er sá að um jólin nú og í fyrra var um að ræða náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur kom nærri né gat komið í veg fyrir en dauðsföllin í Japan fyrir tæpum 60 árum stöfuðu af því að einhverjir menn tóku ákvörðun um að senda flugvélar með sprengjur. Og það voru ekki sturlaðir menn sem framkvæmdu eitthvað óviðráðanlegt heldur menn sem voru jafn heilbrigðir andlega og flest okkar. Þetta voru engin óviðráðanleg náttúruöfl, þetta var ekki handan við mannlegan mátt, ekki frekar en það sem hefur að undanförnu valdið dauða tuga þúsunda manna í Írak, Tsjetsjeníu, Darfúr og fleiri stöðum víða um heim þar sem stríð hafa geisað. Vísindamenn hafa unnið að því að finna aðferðir til að spá fyrir um náttúruhamfarir. Þeir hafa reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir slík stórslys eða draga úr þeim en sjaldnast er hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarirnar sjálfar. Enginn mannlegur vilji getur komið í veg fyrir jarðskálfta, eldgos eða fellibylji. En mannlegur vilji getur komið í veg fyrir mannfall og eyðileggingu af völdum styrjalda, mannlegur vilji getur komið í veg fyrir stríð af því að stríð verða ekki nema vegna mannlegs vilja. Mannlegur vilji getur nú orðið líka bjargað flestum þeirra milljóna sem deyja ár hvert af völdum hungursneyða og farsótta eins og eyðni, malaríu, berkla og fleira. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir og styrjaldir - Einar Ólafsson bókavörður Við höfum sennilega öll upplifað sömu tilfinningu á undanförnum dögum vegna hinna skelfilegu hamfara í Indlandshafi og löndunum þar í kring. Við getum ekki hugsað þetta til enda. Á hverjum einasta degi stendur ógrynni fólks um allan heim frammi fyrir þessum óskiljanleika. Dauði einstaklingsins er í sjálfu sér jafn hörmulegur og sorg ástvinanna jafn mikil þegar um er að ræða banaslys á íslenskum þjóðvegi eða dauðsfall sem aldrei kemst í aðrar fréttir en dánartilkynningarnar. En slíkir ógnaratburðir sem núna eða fyrir ári síðan í Bam í Íran, eða snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir okkur Íslendinga, eru af stærðargráðu sem við náum ekki. Þetta er langt handan við allan mannlegan mátt. Það vill svo til að fyrir tæpum mánuði var ég staddur í Japan og sá þar sýningu sem Alþýðusamband Japans setti upp í tilefni af því að næsta sumar verða liðin sextíu ár frá því að Bandaríkjastjórn lét varpa kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Á sýningunni voru myndir af afleiðingum þessara kjarnorkusprengja og ýmsar upplýsingar. Árum saman hefur fólk komið saman og fleytt kertum í minningu þess fólks sem fórst af völdum þessara kjarnorkusprengja og krafist þess að slíkt gerist ekki afttur. Og samt gerist slíkt aftur og aftur, ekki kannski svo skyndilega sem þar var, en samt aftur og aftur. 6. og 9. ágúst 1945 fórust á annað hundrað þúsund manns af völdum þessara tveggja kjarnorkusprengja í Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar eyðilögðust að mestu. Þessi fjöldi og þessi ægilega eyðilegging var af svipaðri stærðargráðu og í Bam í fyrra og við Indlandshaf núna. Munurinn er sá að um jólin nú og í fyrra var um að ræða náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur kom nærri né gat komið í veg fyrir en dauðsföllin í Japan fyrir tæpum 60 árum stöfuðu af því að einhverjir menn tóku ákvörðun um að senda flugvélar með sprengjur. Og það voru ekki sturlaðir menn sem framkvæmdu eitthvað óviðráðanlegt heldur menn sem voru jafn heilbrigðir andlega og flest okkar. Þetta voru engin óviðráðanleg náttúruöfl, þetta var ekki handan við mannlegan mátt, ekki frekar en það sem hefur að undanförnu valdið dauða tuga þúsunda manna í Írak, Tsjetsjeníu, Darfúr og fleiri stöðum víða um heim þar sem stríð hafa geisað. Vísindamenn hafa unnið að því að finna aðferðir til að spá fyrir um náttúruhamfarir. Þeir hafa reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir slík stórslys eða draga úr þeim en sjaldnast er hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarirnar sjálfar. Enginn mannlegur vilji getur komið í veg fyrir jarðskálfta, eldgos eða fellibylji. En mannlegur vilji getur komið í veg fyrir mannfall og eyðileggingu af völdum styrjalda, mannlegur vilji getur komið í veg fyrir stríð af því að stríð verða ekki nema vegna mannlegs vilja. Mannlegur vilji getur nú orðið líka bjargað flestum þeirra milljóna sem deyja ár hvert af völdum hungursneyða og farsótta eins og eyðni, malaríu, berkla og fleira. Vilji er allt sem þarf.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun