Sjúklingar uggandi 5. nóvember 2005 05:30 Nýrnadeild LSH. Fjöldi sérhæfðra hjúkrunarfræðinga á skilunardeild LSH hafa sagt upp störfum vegna óánægju með breytt vaktafyrirkomulag. Þjónusta deildarinnar er lífsnauðsynleg sjúklingum sem hana sækja. Sjö sérhæfðir hjúkrunarfræðingar hafa sagt störfum sínum lausum á nýrnadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag. Sjúklingar í blóðskilun óttast mjög um hag sinn, en breytingarnar eiga að taka gildi um áramót. "Við þurfum að breyta vinnutímanum og þær treysta sér greinilega ekki til að vinna eftir þeirri leið sem við þurfum þarna að fara í," segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri LSH, um uppsagnirnar. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst gerðar til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni, en sjö af nítján starfsmönnum hennar hafa sagt upp. "Þeir sem sagt hafa upp hætta ekki strax, en störfin eru mjög sérhæfð," segir Anna og bætir við að til að hjúkrunarfræðingur geti starfað þar sjálfstætt þurfi að koma til um það bil ársþjálfun. Hún segir að um 40 einstaklingar komi reglulega í skilun á deildina vegna sjúkdóms í nýrum. Jórunn Sörensen, er ein þeirra sem reglulega þarf að mæta í blóðskilun á skilunardeild. Hún segir sjúklinga óttast mjög um sinn hag vegna deilunnar. "Þetta er mjög slæmt fyrir okkur," segir hún og vísar til þess hversu sérhæft starf hjúkrunarfræðinganna sé. Hún segir tímann þegar verið sé að þjálfa nýliða erfiðan fyrir sjúklinga sem orðið geti fyrir bæði óþægindum og kvölum. "Manneskjur sem eru búnar að vera þarna árum saman í blóðskilun eru fullar af kvíða þegar byrjar einhver nýr, því nýliðar eru svo lengi að ná þessu." Hún áréttar að þeir sem þurfi á þjónustu deildarinnar að halda eigi ekki í önnur hús að venda, en um vika til hálfur mánuður án blóðskilunar getur lagt nýrnasjúkling í gröfina. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á spítalanum segist vonast til að afstýra megi vandræðum á deildinni. "En ef ekki fæst á málinu lausn óttast ég að vandræði geti skapast, því þarna fer fram mjög mikilvæg starfsemi sem ekki undir neinum kringumstæðum er hægt að stöðva." Hann segir yfirmann hjúkrunarfræðinganna einhliða hafa breyt vinnufyrirkomulaginu vegna þess að á ákveðnum tímum dags hafi mönnun verið meiri en þurfti. "Við höldum uppi þjónustu við sjúklinga, en það er alveg ljóst að gríðarlegt vinnuálag verður á þá sem eftir eru ef ekki fæst á málinu lausn." Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Sjö sérhæfðir hjúkrunarfræðingar hafa sagt störfum sínum lausum á nýrnadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag. Sjúklingar í blóðskilun óttast mjög um hag sinn, en breytingarnar eiga að taka gildi um áramót. "Við þurfum að breyta vinnutímanum og þær treysta sér greinilega ekki til að vinna eftir þeirri leið sem við þurfum þarna að fara í," segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri LSH, um uppsagnirnar. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst gerðar til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni, en sjö af nítján starfsmönnum hennar hafa sagt upp. "Þeir sem sagt hafa upp hætta ekki strax, en störfin eru mjög sérhæfð," segir Anna og bætir við að til að hjúkrunarfræðingur geti starfað þar sjálfstætt þurfi að koma til um það bil ársþjálfun. Hún segir að um 40 einstaklingar komi reglulega í skilun á deildina vegna sjúkdóms í nýrum. Jórunn Sörensen, er ein þeirra sem reglulega þarf að mæta í blóðskilun á skilunardeild. Hún segir sjúklinga óttast mjög um sinn hag vegna deilunnar. "Þetta er mjög slæmt fyrir okkur," segir hún og vísar til þess hversu sérhæft starf hjúkrunarfræðinganna sé. Hún segir tímann þegar verið sé að þjálfa nýliða erfiðan fyrir sjúklinga sem orðið geti fyrir bæði óþægindum og kvölum. "Manneskjur sem eru búnar að vera þarna árum saman í blóðskilun eru fullar af kvíða þegar byrjar einhver nýr, því nýliðar eru svo lengi að ná þessu." Hún áréttar að þeir sem þurfi á þjónustu deildarinnar að halda eigi ekki í önnur hús að venda, en um vika til hálfur mánuður án blóðskilunar getur lagt nýrnasjúkling í gröfina. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á spítalanum segist vonast til að afstýra megi vandræðum á deildinni. "En ef ekki fæst á málinu lausn óttast ég að vandræði geti skapast, því þarna fer fram mjög mikilvæg starfsemi sem ekki undir neinum kringumstæðum er hægt að stöðva." Hann segir yfirmann hjúkrunarfræðinganna einhliða hafa breyt vinnufyrirkomulaginu vegna þess að á ákveðnum tímum dags hafi mönnun verið meiri en þurfti. "Við höldum uppi þjónustu við sjúklinga, en það er alveg ljóst að gríðarlegt vinnuálag verður á þá sem eftir eru ef ekki fæst á málinu lausn."
Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira