Fagnaðarefni fyrir foreldra 17. febrúar 2005 00:01 Greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna er mikið fagnaðarefni, segir Ásdís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks drengs. Ásdís hefur háð harða réttindabaráttu fyrir drenginn sinn, Birki Emil, sem nú er fjögurra ára. Hann er með goldenhar - heilkenni sem hefur áhrif á líf hans og fjölskyldu hans til langframa. Baráttan hefur meðal annars snúist um að fá aðstoð frá ríki og sveitarfélagi, þar sem Ásdís gat ekki unnið úti frá fæðingu drengsins og þar til í nóvember á síðasta ári. Hún kvaðst fagna mjög samþykkti ríkisstjórnarinnar um greiðslur til foreldra langveikar barna, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur kynnt á Alþingi. Samkvæmt því er lagt til að greiðslurnar til foreldra barna sem veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Þessi fjárhæð var ákvörðuð með hliðsjón af af fullum umönnunargreiðslum og lágmarksgreiðslum úr Fæðingaorlofssjóði fyrir 50 - 100 prósent starf. Þess er vænst að lögin taki gildi 1. janúar á næsta ári og kerfið taki gildi í áföngum. Að sögn ráðherra samþykkti ríkisstjórnin að auki, að foreldrar barna sem greindust mjög alvarlega veik eða fötluð til langs tíma ættu rétt að umræddum greiðslum í allt að níu mánuði, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Loks samþykkti ríkisstjórnin að leggja til að réttur til fæðingar- og foreldraorlofs vegna veikinda barna verði rýmkaður, þannig að aldursmörk barna verði hækkuð úr átta ára aldri í 18 ára. Árni kvaðst leggja á það áherslu, að foreldrar héldu virkum tengslum við vinnumarkaðinn. þrátt fyrir veikindi barna. Spurður um hvort lögin yrðu afturvirk, sagði félagsmálaráðherra að nú ætti eftir að fara fram vinnan við frumvarpsgerðina. Ekki lægi nákvæmlega fyrir hvernig það yrði útfært. Meginlínan væri sú að þessi réttur væri til staðar og tæki gildi í áföngum. "Nú virðist sem menn hafi séð ljósið og mér finnst frábært að þetta skuli vera komið þetta áleiðis. Það er meira en að segja það að vrea einn með barn, hafa enga fyrirvinnu og ekkert til að lifa á," sagði Ásdís, sem gjörþekkir þær aðstæður af eigin raun. Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna er mikið fagnaðarefni, segir Ásdís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks drengs. Ásdís hefur háð harða réttindabaráttu fyrir drenginn sinn, Birki Emil, sem nú er fjögurra ára. Hann er með goldenhar - heilkenni sem hefur áhrif á líf hans og fjölskyldu hans til langframa. Baráttan hefur meðal annars snúist um að fá aðstoð frá ríki og sveitarfélagi, þar sem Ásdís gat ekki unnið úti frá fæðingu drengsins og þar til í nóvember á síðasta ári. Hún kvaðst fagna mjög samþykkti ríkisstjórnarinnar um greiðslur til foreldra langveikar barna, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur kynnt á Alþingi. Samkvæmt því er lagt til að greiðslurnar til foreldra barna sem veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Þessi fjárhæð var ákvörðuð með hliðsjón af af fullum umönnunargreiðslum og lágmarksgreiðslum úr Fæðingaorlofssjóði fyrir 50 - 100 prósent starf. Þess er vænst að lögin taki gildi 1. janúar á næsta ári og kerfið taki gildi í áföngum. Að sögn ráðherra samþykkti ríkisstjórnin að auki, að foreldrar barna sem greindust mjög alvarlega veik eða fötluð til langs tíma ættu rétt að umræddum greiðslum í allt að níu mánuði, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Loks samþykkti ríkisstjórnin að leggja til að réttur til fæðingar- og foreldraorlofs vegna veikinda barna verði rýmkaður, þannig að aldursmörk barna verði hækkuð úr átta ára aldri í 18 ára. Árni kvaðst leggja á það áherslu, að foreldrar héldu virkum tengslum við vinnumarkaðinn. þrátt fyrir veikindi barna. Spurður um hvort lögin yrðu afturvirk, sagði félagsmálaráðherra að nú ætti eftir að fara fram vinnan við frumvarpsgerðina. Ekki lægi nákvæmlega fyrir hvernig það yrði útfært. Meginlínan væri sú að þessi réttur væri til staðar og tæki gildi í áföngum. "Nú virðist sem menn hafi séð ljósið og mér finnst frábært að þetta skuli vera komið þetta áleiðis. Það er meira en að segja það að vrea einn með barn, hafa enga fyrirvinnu og ekkert til að lifa á," sagði Ásdís, sem gjörþekkir þær aðstæður af eigin raun.
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira