Lokað á hjartadeild vegna bakteríu 17. febrúar 2005 00:01 Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu." Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu."
Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira