Lokað á hjartadeild vegna bakteríu 17. febrúar 2005 00:01 Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu." Fréttir Innlent Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu."
Fréttir Innlent Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira