Lokað á hjartadeild vegna bakteríu 17. febrúar 2005 00:01 Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu." Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Loka varð hluta hjartadeildarinnar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna sýkingarbakteríu sem fannst á deildinni í síðustu viku. Hún barst með sjúklingi sem var að koma af sjúkrahúsi í útlöndum og og var lagður inn á Landspítalann. Enn er ein stofa lokuð. "Þetta er sjúkrahúsbaktería sem við erum að berjast við með kjafti og klóm." sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. "Hún er landlæg á sjúkrahúsum erlendis." Loka þurfti 3 til 4 stofum að sögn Guðmundar. Þá var dagdeild á þriðju hæð opnuð að hluta sem sólarhringslegudeild. "Við höfum úr svo litlu að spila," sagði Guðmundur. "Við erum alltaf með yfirfulla deild. Þegar svona uppákomur berja að dyrum lendum við strax í vandræðum. Vandamálið er hins vegar nánast að baki því engin útbreiðsla varð á bakteríunni til sjúklinga eða starfsfólks." Sjúkrahúsbakterían er svokölluð Mosa-baktería, en það afbrigði er ónæmt fyrir venjulegum sýklalyfjum. "Hún getur verið þannig að hún valdi engri sýkingu, en hún getur líka valdið slæmri sýkingu við vissar aðstæður," sagði Guðmundur. "Það þarf að nota margfalt dýrari sýklalyf til að koma henni fyrir kattarnef eða þá að eiga á hættu alvarlegar sýkingar af hennar völdum. Þessi baktería ógnar ekki sjúklingunum, fremur en margar aðrar bakteríur í umhverfinu. En ef sjúklingur kemur af sjúkrahúsi í útlöndum er hann settur beint í einangrun hér, þar til menn hafa sannfært sig um að hann sé ekki með bakteríuna. Mörg lönd hafa fellt niður sínar varnargirðingar og sætta sig við að hún sé hluti af sjúkrahúsflórunni. Við erum ánægðir með að við höfum haldið þessari víglínu."
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira