Innlent

Varað við óveðri á vesturhluta landsins

Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi, Holtavörðuheiði, Snæfellsnesi og á Klettshálsi. Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir á Reykjanesi. Þá er hálka, hálublettir og skafrenningur á Vesturlandi og Vestfjörðum og þæfingur er á Dynjandisheiði. Á Norðvesturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir,

snjóþekja og éljagangur og sama er uppi á tengingnum á Austfjörðum. Á Suðausturlandi er snjóþekja, ófært er yfir Öxi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×