Sport

Baros til Valencia?

Spænska stórliðið Valencia eru taldir ætla reyna að fá Milan Baros, sóknarmann Liverpool, í sumar og eru tilbúnir að borga fyrir hann 10 milljónir punda. Valencia reyndi að fá Baros síðasta sumar en þá voru þeir rauðu ekki tilbúnir að selja, enda Michael Owen ný farinn til Real Madrid og Milan Baros markakóngur EM. Í sumar gæti þó verið annað uppá teningnum og þrátt fyrir 13 mörk hingað til á tímabilinu frá Baros gæti Rafa Benitez verið tilbúinn til að hlusta á tilboð í Tékkann. Valencia hafa nú þegar tryggt sér þjónustu Edo frá Arsenal og Santiago Ezquerro frá Athletic Bilbao, en þeir munu koma á frjálsri sölu í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×