Erlent

Fundu annað leynifangelsi í Írak

Frá Írak.
Frá Írak. MYND/AP

Írakskir og bandarískir embættismenn hafa fundið nýtt fangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks í Bagdad þar sem útlit er fyrir að fangar hafi verið pyntaðir. Eftir því sem yfirvöld greina frá voru 625 fangar í haldi í miklum þrengslum í fangelsinu en þrettán þeirra þurftu á læknisaðstoð að halda, af því er talið er vegna pyntinga.

Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem leynifangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks finnst í Bagdad, en í nóvember fundust um 170 fangar í neðanjarðarbyrgi í borginni, margir hverjir vannærðir og með ummerki um pyntingar. Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur heitið rannsókn á meintri misþyrmingu fanganna og segir að pyntingar verði ekki liðnar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×