Erlent

Ekkert vitað um afdrif gísla

Kveikt á kertum. Meðlimir í samtökum kristinna friðarsinna kveiktu á kertum er þeir báðu fyrir félögum sínum sem var rænt í Írak.
Kveikt á kertum. Meðlimir í samtökum kristinna friðarsinna kveiktu á kertum er þeir báðu fyrir félögum sínum sem var rænt í Írak.

Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum fornleifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjórum kristnum friðarsinnum rænt í borginni.

Samtökin sem rændu friðarsinnunum hótuðu því að drepa þá í síðasta lagi á laugardag. Tveimur mönnum til viðbótar, Frakka og Bandaríkjamanni, var einnig rænt í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×