Erlent

Schwarzenegger náðar ekki dauðadæmdan mann

Stanley "Tookie" Williams verður tekinn af lífi í San Quentin fangelsinu í fyrramálið að íslenskum tíma.
Stanley "Tookie" Williams verður tekinn af lífi í San Quentin fangelsinu í fyrramálið að íslenskum tíma. MYND/AP

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað í dag að náða ekki Stanley "Tookie" Williams, fyrrverandi foringja í glæpagengi, sem taka á af lífi í fyrramálið að íslenskum tíma. Williams var dæmdur til dauða fyrir morð á fjórum mönnum árið 1979 en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og hefur í fangelsi unnið ötullega gegn gengjamenningu í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir áeggjaN fjölmargra kvikmyndastjarna hyggst Schwarzenegger ekki náða Williams og verður hann því tekinn af lífi með banvænni sprautu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×