Erlent

Brottfluttir eru kosningabærir

Fjölmargir Írakar sem eru búsettir utan heimalands síns fá á þriðjudag að kjósa í þingkosningum landsins. Kosningarnar fara fram í Írak á fimmtudag en atkvæði verða greidd erlendis á þriðjudag og miðvikudag.

Atkvæðagreiðslan fer fram í fimmtán löndum, þar á meðal í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Um ein og hálf milljón Íraka býr utan heimalands síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×