Erlent

Enn leitað að Karadic

Hermenn fyrir utan heimili eins stuðningsmanna Karadic.
Hermenn fyrir utan heimili eins stuðningsmanna Karadic. MYND/AP

Hersveitir NATO, í Bosníu, gerðu í dag húsleit hjá einum stuðningsmanna Radovans Karadic, leiðtoga Serba í Bosníustríðinu. Talsmaður NATO sagði við fréttamenn að þetta hefði verið gert til að fá frekari upplýsingar um net stuðningsmanna sem hafa gert Radovan Karadic kleift að vera í felum í tíu ár.

Karadic og hershöfðingi hans Ratko Mladits hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×